AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Síða 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Síða 50
LÝSIR rafrænn myndagagnagrunnur Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður Bókahnútur úr lagahandriti. Ein af mörgum „Jónsbókum", þetta er ritað og skreytt á 17. öld. / Bookknot from a legal manuscript. One of many „Jónsbók", this one is written and decorated in the 17th century. Frá árinu 2000 hef ég verið að leita að og skrásetja myndir í íslenskum handritum. 1. desember 2003 var opnað sýnishorn af þessum myndum undir www.lysir.is. Búið er að frum- skrá um þrettán hundruð myndir í sérhæfðan myndagagnagrunn en næsta útgáfa af vefsíðu Lýsis mun verða gagnagrunnstengdur vefur með öflugri leitarvél. Eftir að hafa skoðað u.þ.b. 600 ís- lensk handrit, var margt sem kom á óvart. Handritin sem þessar myndir eru úr koma víða að og voru skrifuð á þriggja alda tímabili eða frá því um 1550 og 1850. Þetta er sá tími sem menn kenna helst við náttúruhamfar- ir, fátækt og almenna vesöld. Ég hafði ekki átt von á því að þessar bækur glóðu af frásagnargleði í texta og mynd. Fróðleiksþorstinn og viljinn til þess að breiða út „boðskapinn" er augljós. Menn skrifa greinilega mikið hver eftir öðrum, frumgerðir lánaðar á milli bæja og hver og einn bætir kannski við því sem honum finnst að betur megi fara. Þegar þessum handritum er flett og myndefnið skoðað þá eiga þau það mörg sam- eiginlegt að vera full af dulúð. Við- fangsefnin eru þó margvísleg. Þarna gefur að líta myndskreytta sálma og lagabálka, nákvæmnismyndir af stærðfræðiútreikningum og myndir af fólki, dýrum og jurtum. Galdra- bækur eru nokkuð umfangsmiklar og þar hafa menn víðast viljað blanda Jesú Kristi og Maríu mey inní galdra- stafateikningarnar, til öryggis. Úr lín- um og formum má lesa leit þessa fólks að einhverju sem e.t.v. léttir þeim lífsbaráttuna og tilraunir þess til þess að staðsetja sig í tilverunni. Menn virðast ekki alveg tilbúnir til þess að segja skilið við katólskuna og víða má sjá myndir af hetjum úr norrænni goðafræði. UMFANGSMIKIL HANDRITASKRIF OG PRENTVERK. Um þetta leyti er farið að prenta bækur hér á landi, mest trúarlegt efni. Þrentuðu bækurnar hafa haft áhrif á handritagerðina og má greini- Síða úr Jónsbók. Lagabálkur um þjófa, þjófa- báikur. A page from Jónsbók. / Chapter on thieves, „þjófabálkur. “ lega sjá það af uppröðun texta og myndefnis. Það er markverður munur á þessum handritum, sem ég hef byrjað að skrá myndefnið úr og eru langflest rituð á pappír, og skinn- handritum Árnastofnunar. Hand- verksþátturinn við gerð fornritanna er eðlilega miklu stærri, og efnið sem þau voru unnin úr dýrmætara. Það er ástæðan fyrir því að það var ein- ungis á færi vel stæðra búa svo sem kirkjustaða og efnameiri bænda að láta gera fornhandritin. í kringum greinina hljóta að hafa orðið tíl sér- fræðingar í gerð skinna til handrita- gerðar, gerð tréspjalda hefur krafist mikillar þekkingar sem og hin fagur- lega munstraða leðurklæðning sem oft hylur spjöldin. Það að vera skrifari var virt starfsgrein, og eru mörg forn- handritanna listilega skrifuð. Eftir siðaskiptin kemur pappírinn til sögunnar sem gerir það auðveldara og ódýrara fyrir venjulegan bónda að færa hugðarefni sín í letur. Þrátt fyrir að bændur sjálfir hafi margir hverjir skrifað texta ( handritin er þó augljóst að oft eru fengnir til þess menn sem draga fallega til stafs, og þegar um er að ræða skreytingar eða myndir er oft skilið eftir pláss fyrir það í textan- um. Það leiðir líkum að því að ein- hverjir aðrir hafi lagt til hinn fagur- fræðilega hluta. Ég tel að nú á tímum þegar menn eru mestmegnis hættir að handskrífa þá er vel hægt að líta á handskrifað- an texta sem myndlist. Þannig virkar falleg og vel skipulögð opna á mig. Áhersla var lögð á að taka myndir af slíkum síðum sem áreiðanlega eiga eftir að vekja eftirtekt og aðdáun grafískra hönnuða. Þessi pappírs- handrit, sem lítill gaumur hefur verið gefinn hingað til, eru allt öðruvísi en fornhandritin. Þau eru allajafna fátæk- legri og eftir því látlausari og einlæg- ari. Þau eru skrifuð af almenningi í landinu og endurspegla óskir hans og drauma. OPNUN GRUNNSINS Sem myndlistarkennari til 25 ára gleðst ég sérstaklega yfir því að geta aðstoðað við að færa þennan merka listarf sem hingað til hefur verið hulinn sjónum okkar beint inn í skóla- stofurnar. Þegar fram líða stundir og fræðilegt efni bætist við myndagrunn- inn mun það e.t.v.hjálpa okkur við að 48 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.