AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 54
Hákon Ólafsson, forstjóri
Öndvegis-
setur á Rb
Föstudaginn 31. október opnaði Valgerður Sverris-
dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra formlega önd-
vegissetur (center of excellence) við Rb á sviði flot-
fræði sementsbundinna efna.
Ekki þarf að tíunda kosti steinsteypu og mikilvægi
þessa byggingarefnis fyrir íslendinga og þróun hér á
landi. Þrátt fyrir alla þá kosti sem steinsteypan býr
yfir hefur samt ávallt fylgt henni eitt meginvandamál.
í steypuna hefur þurft að blanda vatni langt umfram
það sem þarf til þess að efnahvörfin eigi sér stað og
steypan harðni. Þetta hefur verið nauðsynlegt til
þess að unnt sé að koma henni ( mótin og fá viðun-
andi þjöppun. Umframvatnið rýrir þó gæði steypunn-
ar og íblöndun vatns á byggingarstað hefur verið
meginvandamál frá upphafi, en menn hafa viljað
meira vatn til þess að létta sér vinnuna við niðurlögn
og titrun.
Undanfarna áratugí hafa orðið nokkrar framfarir við
þróun þjálniefna sem auka þjálni steinsteypu án þess
að skaða hana. Það er þó ekki fyrr en á seinustu
árum að raunveruleg bylting hefur átt sér stað með
tilkomu sjálfútleggjandi steinsteypu (SÚLÞAKK
steypu) sem á ensku nefnist Self Compacting
Concrete ( SCC ). Þessi bylting byggist á tvennu:
annars vegar á þróun á virkari þjálniefnum en áður
voru til og hins vegar á nýrri mælitækni til þess að
mæla áhrif efnanna á flæðanleika steinsteypunnar
þar sem flæði er skilgreint eins og í seigfljótandi
vökvum. Þessi bylting er í fullum gangi og SÚLRAKK
steypa er notuð í stöðugt vaxandi mæli en verulegra
rannsókna er þó þörf áður en hún nýtist í allar steyp-
ur.
(slendingar eru svo heppnir að flotfræði sements-
bundinna efna hefur verið áherslusvið við Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins sl. áratug. Við
stofnunina starfa m.a. tveir sérfræðingar, sem lokið
hafa doktorsprófi á þessu sviði, annar með áherslu á
fræðilega flotfræði en hinn með áherslu á mælitækn-
ina og hefur hann þróað það mælitæki sem þykir
best í heiminum í dag og nefnist BML viscometer.
Er það framleitt á íslandi og hefur verið selt til helstu
rannsóknastofnana í öllum heimsálfum. Vegna viður-
kenndrar sérþekkingar á sviðinu hefur verið unnið við
Rb undanfarin ár að fjölda rannsókna- og þróunar-
verkefna fyrir marga helstu framleiðendur í sements-
og steypuiðnaðinum í Evrópu og Ameríku auk rann-
sókna, sem styrkt hafa verið af RANNÍS og fleiri inn-
lendum aðilum. Sum þessara verkefna eru grunnur
að doktorsnámi og meistaranámi sem unnið er
að við Rb.
Við opnun setursins lauk Valgerður ávarpi sínu með
eftirfarandi orðum: „Góðir áheyrendur. Uppbygging
aðstöðu og sérfræðiþekking á sviði flotfræði stein-
steypu er dæmi um að lítil lönd og litlar stofnanir
geta orðið leiðandi í heiminum á vissum þröngum
sviðum sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar og
góðrar aðstöðu. Þótt flotfræði steinsteypu sé þröngt
sérfræðisvið eru áhrifin mikil því að þetta svið er
grundvöllur að þeirri byltingu sem nú á sér stað í
steypuiðnaðinum og er raunar á byrjunarstigi. Mér er
það því sönn ánægja að opna þetta öndvegissetur
og óska Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins vel-
gengni í störfum sínum á þessu sviði." ■
5 2 avs