AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Page 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Page 61
Þórólfur Árnason, borgarstjóri Skoðun: Uppbygging í miðborginni Á fundum mínum með borgarbúum síðustu vikur hef ég verið að útlista helstu stefnumið borgarinnar á næstu misserum. Ég hef viljað staldra við þrjú: uppbyggingu þjónustumiðstöðva, umferðarmálin og uppbygginguna í miðborginni. Hér á þessum vett- vangi langar mig að leiða svolítið hugann að því síðasttalda. Nýtt skipulag á gamla hafnarsvæðinu í miðborginni, frá Faxaskála í austurhöfninni vestur fyr- ir Mýrargötusvæðið er trúlega eitt stærsta skipulags- verkefni sem við höfum staðið frammi fyrir á byggðu bóli á íslandi.Þarna á meðal annars að reisa eitthvert stærsta hús sem risið hefur hér á landi, Tónlistar- og ráðstefnuhúsið með tengdu hóteli. Nýverið kom síð- an inn í þá umræðu ósk Landsbanka íslands um lóð syðst á þessum reit. í framhaldi í vesturátt frá þessu mikla uppbyggingarsvæði er svo Mýrargötureiturinn þar sem byggja á upp með nýjum formerkjum á gömlu athafnasvæði, rétt eins og á Faxaskálasvæð- inu. Þriðjudaginn 21. október síðastliðinn samþykkti borgarráð að velja hóp, sem samanstendur af VA arkitektum ehf., Hönnun hf., Landmótun ehf. og Birni Ólafs til að vinna að rammaskipulagi fyrir svæð- ið. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hversu mikilvægt er að vel takist til. Báðir þessir reitir eru í miðborg höfuðborgar íslands og mun skipulag þeirra bera kynslóð okkar vitni um ókomin ár. Borgaryfirvöld hafa hvað þessa tvo reiti snertir byggt á hugmyndum fagaðila, því samkeppni um skipulag þeirra hefur farið fram. Það endurspeglar einnig breyttar áherslur hjá borgaryfirvöldum með hvaða hætti úr því var skorið hvaða aðilar yrðu fyrir valinu við hönnun uppbyggingarinnar á Mýrargötureitnum. Þar voru það ekki einungis hugmyndirnar sem kepp- endur lögðu inn sem skiptu máli, heldur hafði veru- legt vægi sá þáttur hvernig þessir aðilar sjá fyrir sér samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila í skipulagsferl- inu. Skipulags- og byggingarsvið borgarinnar hefur áður unnið skipulagsvinnu af þessum toga sem og Fast- eignastofan, nú síðast við hönnun Ingunnarskóla í Grafarholti. Með vinnu af þessu tagi er vitaskuld verið að færa vald frá stjórnsýslu borgarinnar og jafnframt lögð á Þórólfur Árnason, borgarstjóri herðar hönnuða ábyrgð, sem að mestu leyti lá hjá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum borgarbúa áður. Opinion: Redevelopment of the Inner City Samstarf af þessu tagi er af hinu góða, því með þessu aukast líkur á því að þeir sem að hönnuninni koma skilji sjónarmið hagsmunaaðila og aukin sátt náist um framkvæmdir, en það er sérstaklega mikil- vægt þar sem unnið er að þéttingu eldri byggðar. Það má líka orða þetta þannig að sérfræðiþekkingu hönnuða þurfi að sætta við sjónarmið íbúa, sem ef til vill ráðast af meiri skammtímasjónarmiðum en sérfræðingunum er tamt að hugsa um. En slíkar sættir eru hönnuðum engin nýlunda, því þeir eru ekki eylönd frekar en aðrir. Þeir hafa hingað til þurft að taka tillit til ótal sjónarmiða embættismanna og stjórnmálamanna við frágang verka sinna og tekist það alveg prýðilega. þessir aðilar hafa talið sig vera að endurspegla viðhorf íbúa í sínum þætti skipulags- vinnunnar, en ég hef engar áhyggjur af að arkitekt- um, hönnuðum og skiplagsfræðingum takist síður upp þegar þeir hafa beint samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila við hönnunarvinnu sína. Mér finnst meira að segja sennilegt að betur takist til. ■ | of Reykjavík si 'O 'Ö During my series of meetings with the citizens of Reykjavík over the last few weeks, I have formulated the city’s main objectives for the next few years. I have emphasised three of them: the building of service centres, traffic, and the inner city redevelop- ment. New development of the old harbour area in the City Centre, from Faxaskáli in the east harbour and west of the Mýrargata-area, is probably the largest planning project undertaken in an urban area in lceland. One of the largest construction projects in this country will be located in this area, a cultural center with concert halls, conference venues and a hotel complex. In addition, The National Bank of lceland (Landsbankinn) has recently expressed inter- est of obtaining a building site for their headquarters on the southern part of this area. Further west lies the Mýrargata-area, where similar redevelopment of a former industrial zone will take place, just as in the Faxaskáli-area. On Tuesday, October 21 st, the City Council agreed to select a group of consultants consisting of VA Architects ehf., Hönnun hf., Landmótun ehf. and Björn Ólafs to prepare a struc- ture plan for this area. It is extremely important that the redevelopment of these areas will be successful. Both are located at the cultural, political and administrative center of lceland and their planning will bear our generation witness for many years to come. With regard to planning policies for these areas, the city authorities have had recourse to the ideas of professionals as a planning competition has been held. The method of choosing consultants to assist in the development of the Mýrargata-area also shows a new emphasis by the city authorities. The design was not the only criteria in the competition, as the proposed cooperation with area residents and other interested bodies during the planning process were quite important. The Planning and Building committee of the City has previously approached planning ín this way, and the same applies to the Facilities Managements with regards to a recent designing and building of an ele- mentary school. By this approach, power is of course being trans- ferred from the city administration, and the design- ers are called upon to shoulder responsibilities that previously lay with city employees or elected officials. Cooperation of this nature is, however, for the good as is more likely that the designers will better understand the opinion of interested bodies and as this will lead to more agreement about new development. This is particularly important where densities of development are being increased. It can also be said that the designers’ specialised knowledge is needed to come to terms with resi- dents’ opinion, which is perhaps more short-sighted than that of the specialists. This settling of disputes is nothing new for designers, as they do not work in a vacuum any more than the rest of us. They have always had to consider many points of view, both from city employees and politicians in their work, and have done this admirably. These people have considered themselves reflecting the attitudes of the inhabitants in their part of the planning process and I do not worry that architects, designers and plan- ners will be less successful when they cooperate directly with the inhabitants and other interested bodies in their designs. I am even of the opinion that they could be more successful. ■ 5 8 avs avs 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.