Leyfi til að elska - mar. 2023, Síða 7
Mikilvægt er að taka fram að til þessa hafa
heimildir um útsetta foreldra komið frá
öðrum en útsettu foreldrunum sjálfum, til að
mynda frá útsetta barninu, lögfræðingum eða
geðheilbrigðisstarfsfólki (t.d. Bow o.fl., 2009;
Lund, 1995; Viljoen og van Rensburg, 2014). Enn
fremur hafa fræðin áður greint frá afmörkuðum
tilviksrannsóknum, málaflokkum, eða reynslu
lækna af því að vinna með útsettum foreldrum.
Þessar lýsingar gefa ófullnægjandi mynd af
upplifun útsettra foreldra af foreldraútilokun.
Þar að auki eru aðferðafræðilegar takmarkanir
á rannsóknum á sjónarmiðum útsettra foreldra,
t.d. litlar úrtaksstærðir, sem gerir það að verkum
að erfitt er að alhæfa um niðurstöðurnar (Baker
og Andre, 2008; Friedlander og Walters, 2010;
Godbout og Parent, 2012; Johnston, 2003; Kelly og
Johnston, 2001; Vassiliou og Cartwright, 2001). Þá
hefur engin rannsókn hingað til kannað sjónarmið
útsettra foreldra í stóru alþjóðlegu úrtaki og greint
heildarniðurstöðurnar með þemagreiningu.
Í þessari rannsókn var því augum loks beint
að stórum alþjóðlegum úrtakshópi útsettra
foreldra og reynsluheimi þeirra eftir skilnað við
útilokunarforeldrið, í þeim tilgangi að skilja betur
sjónarhorn þessa hóps sem hingað til hefur lítið
verið rannsakaður. Þessi rannsókn er könnun frekar
en tilgátuprófun og miðar að því að rannsaka nánar
reynsluheim útsettra foreldra að loknum skilnaði
við útilokunarforeldrið (Hesse-Biber, 2010).
A Ð F E R Ð
ÞÁTTTAKENDUR
Eigindleg gögn voru fengin frá 126 þátttakendum
sem í lok netkönnunar lýstu upplifun sinni sem
útsett foreldri af foreldraútilokun og útilokandi
hegðun. Þátttakendur voru foreldrar sem höfðu
verið útilokaðir frá börnum sínum á þeim tíma sem
þeir svöruðu könnuninni. Þátttakendur voru karlar
( fjöldi = 59) og konur ( fjöldi = 67) á aldrinum 25 til
68 ára og búsett í ýmsum löndum: Ástralíu( fjöldi =
44), Belgíu ( fjöldi = 1), Kanada ( fjöldi = 12), Indlandi (
fjöldi = 1), Írlandi ( fjöldi = 2), Nýja Sjálandi ( fjöldi = 3),
Bretlandi ( fjöldi = 3), og Bandaríkjunum ( fjöldi = 60).
Nánari upplýsingar um persónuleikaeinkenni þeirra
foreldra sem luku könnuninni má sjá í Balmer,
Matthewson og Haines (2018).
GÖGN
Við rannsóknina var meðal annars stuðst við
könnun á netinu. Í netkönnuninni voru 13
félagslýðfræðilegar spurningar sem þróaðar voru
af rannsakendum og sneru að aðstæðum þar sem
foreldraútilokun átti sér stað, auk þess sem þær
miðuðu að því að ákvarða sameiginleg einkenni
7
GLEYMDA FORELDRIÐ: FORELDRAÚTILOKUN FRÁ SJÓNARHÓLI ÚTSETTA FORELDRISINS CLARE POUSTIE O.FL.