Leyfi til að elska - mar 2023, Qupperneq 11
[Hún] segist deila því sem er í gangi með
dagskrá íþróttaiðkunar o.s.frv. fyrir
krakkana, en rukkar mig alltaf um íþrótta-
eða tómstundagjöld eftirá. Hún lætur mig
ekki einu sinni vita fyrirfram hvaða íþróttir
eða tómstundir krakkarnir okkar eru skráðir
í, og segir síðan að ég sé ömurlegt foreldri og
það sé „engin furða að krakkarnir vilji ekkert
með mig hafa“.
Sumir þátttakendur nefndu að útilokunarforeldrið
hefði breytt lögheimili barnsins til að koma í veg
fyrir að útsetta foreldrið fengi sendar tilkynningar.
[Þau voru] stöðugt að flytja, stundum tvisvar
á ári og börnin voru látin skipta um skóla.
Ófrægingarherferð gegn útsetta foreldrinu
Algengt var að útsettir foreldrar nefndu dæmi
þar sem útilokunarforeldrið fór af stað með
ófrægingarherferð og talaði illa um útsetta foreldrið
við barnið, til að eyðileggja tengslin á milli þeirra.
Sonur [minn] tjáir mér að pabbi hans segi að
ég sé heimsk og einskis virði. Hann notar
hvaða tækifæri sem býðst til að gera mig
tortryggilega.
Útsettir foreldrar lögðu áherslu á skaðann sem hlýst
af þessari útilokandi hegðun eða aðferð.
[Börnin] eru mjög ringluð vegna þess að
mamma þeirra talar neikvætt um mig við
þau en þeirra upplifun er ekki neikvæð, sem
ruglar þau í ríminu.
Frásagnirnar bentu til þess að ófrægingaraðferðin
leiddi til fáskiptni, ótta eða haturs hjá barninu
gagnvart útsetta foreldrinu.
Útsetta barnið í þessari könnun neitar núna
að faðma mig eða kyssa, hún segir mér
aldrei að hún elski mig og ef ég segi henni að
ég elski hana þá hnussar hún bara.
Margar frásagnir lýstu tilvikum þar sem
útilokunarforeldrið tjáði barninu beint eða óbeint að
útsetta foreldrið elskaði það ekki.
Í hvert sinn sem dóttir mín biður um eitthvað
dýrt (bíl o.s.frv.), þá er henni sagt að ef ég
elskaði hana, þá myndi ég kaupa það fyrir
hana. Þannig að ef ég hef ekki efni á einhverju
þá notar dóttir mín það sem rök fyrir því að ég
elski hana ekki.
Í sumum frásögnum var minnst á það hvernig
útilokunarforeldrið beitti stórfjölskyldu sinni eða
vinum sínum í ófrægingarherferð sinni.
Öll hans fjölskylda studdi við hegðun hans og
lokuðu á mig og elstu dóttur mína, töluðu illa
um okkur og lugu að öllum sem vildu heyra.
Útsetta foreldrið þurrkað út úr lífi barnsins. Útsettir
foreldrar minntust oft á þá tilfinningu að vera
úthýst úr lífi barnsins síns, allt frá lokun á samskipti
yfir í að upplifa sig „þurrkuð út“.
Tvíburunum mínum hefur verið kennt að
hunsa símtöl og skilaboð frá mér og fjarlægja
mig af samfélagsmiðlum… engin samskipti.
Útsettir foreldrar gáfu það í skyn að hegðun
útilokunarforeldrisins miðaði að því að fjarlægja þá
úr lífi barnsins á táknrænan hátt.
Hann giftist vinkonu minni 4 mánuðum eftir
að við skildum og þau hafa reynt allt til að láta
stjúpmóðurina koma í staðinn fyrir mig sem móður
barnanna minna. Til að mynda með því að kalla
hana „mömmu” fljótlega eftir að hún flutti inn og
kalla mig með fornafninu mínu.
Margar frásagnir lýstu rofi á sambandi þar sem
útsetta foreldrinu var að eigin mati markvisst og
algjörlega úthýst úr lífi barni síns.
11
GLEYMDA FORELDRIÐ: FORELDRAÚTILOKUN FRÁ SJÓNARHÓLI ÚTSETTA FORELDRISINS CLARE POUSTIE O.FL.