Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Page 4

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Page 4
4 Veiðimaðurinn 5 Leiðari Með öngul í rassi Stystu dagar ársins eru senn að baki og sól tekur að hækka á lofti. Vorið verður komið fyrr en varir og félagar Stanga- veiðifélags Reykjavíkur freista brátt fiska í ám og vötnum með agni sínu. Söluskrá SVFR fyrir veiðisumarið 2019 er komin út og fylgir Veiðimanninum. Þar er að finna flóðatöflu komandi sumars sem er gott að hafa við hendina ásamt dagatali þar sem er að finna dagsetningar opnanna veiðisvæða SVFR. Veggspjald með straumum komandi sumars sem vakið hefur lukku meðal veiði- manna verður að þessu sinni gefið út með vorinu í kringum 80 ára afmæli SVFR sem verður fagnað með margvíslegum hætti. Deilt hefur verið um laxeldi í opnum sjó- vkíum við Ísland og hefur SVFR tekið ein- arða afstöðu í þeim efnum. SVFR hefur ásamt fjölda náttúruverndarsamtaka og eiganda laxveiðiréttar sent kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna nýlegrar skyndilagabreytingar á lögum um fiskeldi. Félagið mótmælt lögunum harðlega í haust sem voru sett í tilefni af ógildingu fjögurra laxeldisleyfa á sunnan- verðum Vestfjörðum. Í viðtali við Veiði- manninn árið 2016 kvað Sigurður Guð- jónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnuna sterkt að orði þegar hann ræddi um þriðju bylgju laxeldis á Íslandi. „Það eru mikil áform um viðamikið laxeldi í sjókvíum við Ísland í undirbúningi. Ef illa fer getur orðið stórskaði á íslenska laxastofninum auk þess sem hún getur valdið efnahags- legum og byggðalegum sakað.“ Það sperrtu ekki margir eyrun en fleiri hefðu mátt hlusta. Iceland Review birti nú í desember grein þar sem greint er frá rannsóknum Jóhannesar Sturlaugssonar, líffræðings og eiganda laxfiska, á Vest- fjörðum undanfarin ár en í haust kom í ljós að norskur eldislax hafði gengið upp í íslenskar laxveiðiár og var kominn að hrygningu þegar það uppgötvaðist. Íslensk náttúra er ómetanleg og mikilvægt að finna leiðir til að hagsmunir stanagveiði- manna, náttúruunnenda, landeiganda og þeirra sem vilja byggja upp atvinnu á landsbyggðinni geti farið saman. Veiðimaðurinn óskar lesendum, félögum SVFR og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og fengsæls komandi veiðisumars. Hörður Vilberg „Er þetta ekki sárt?“ spyr kná veiðikona að morgni dags um miðjan september. Það er kalt úti en bjart, sjö stiga hiti - logn - og snæviþakin fjöllin ramma inn íslenska haustveiði eins og hún gerist best. „Hvað áttu við?“ spyr veiðifélaginn að bragði þegar bílar þeirra mætast á bakkanum. „Að sitja svona með öngulinn á kafi í afturendanum,“ segir hún og hlær. Vænn lax hafði gripið flugu veiðikonunnar skömmu áður og sjálf- straustið á bakkanum óx skyndilega þegar honum hafði verið landað eftir rólegar vak- tir á undan. Það hefði kannski verið betra að sleppa því kvöldinu áður að ýja að því að botninn hefði hrifsað í flugu hennar þegar spennandi viðureign við stóran lax var lýst í hlýju og notalegu veiðihúsinu. Leiðari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.