Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 14

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 14
 14 Veiðimaðurinn 15 Laugardalsá – Veiðistaðalýsing Affall Affall heitir efsti veiðistaður Laugar- dalsár neðan Laugabólsvatns. Affallið er einn af albestu veiðistöðum árinnar. Hann minnir um margt á Langhyl í Laxá á Ásum, er lygn efst þar sem áin rennur úr vatninu, en þrengist lítillega eftir því sem fjær því dregur og straums fer að gæta. Sammerkt Affallinu og Langhyl er að gáruhjúpur verður að vera á hylnum, en í hægri sunnan eða vestangolu er Affallið draumaveiðistaður fluguveiðimannsins. Í logni er betra að láta Affallið bíða betri tíma. Þar sem áin rennur úr vatninu er hún breið og lygn miðað við það sem hún síðar verður. Í Affallinu gildir sama lögmál og í Laugardalsánni allri: Þegar komið er að ánni verður að fara varlega því laxinn er auðstyggður. Þegar komið er að Affallinu er vænlegast að byrja efst, þótt straums sé tæpast farið að gæta þar. Marga laxa hef ég veitt efst í Affallinu og mun ofar en straums er farið að gæta svo nokkru nemi. Reyndar er það þannig í Laugardalsá að umtalsverður fjöldi laxa gengur upp í Laugabólsvatn sem heldur sig þar sumarlangt. Gjarnan lætur laxinn sig sakka niður í Affallið á kvöldin og færir sig svo aftur upp í vatnið þegar farið er að skarka í honum. Vænleg- ast er að byrja með stuttum köstum, því oft getur laxinn legið nálægt landi. Hafi menn færni til er sjálfsagt að reyna að láta fluguna falla undir hinum bakkanum einnig, enda á það sama við þar. Í þessum hæga straumi gefst oft vel að draga flug- una hratt, „strippa“ eins og kallað er. Kemur þá laxinn oft á eftir flugunni með látum og hvolfir sér yfir hana. Er þá eins gott að taugarnar beri veiðimanninn ekki ofurliði, heldur leyfa laxinum að draga út línustubb áður en brugðið er við. Síðan er rétt að fikra sig rólega niður eftir veiði- staðnum uns komið er að öðrum tveggja aðaltökustaða í Affallinu, en sá er út af steini sem er í bakkanum að austanverðu, þ.e. þeim megin sem komið er að ánni, enda er réttast að veiða Affallið frá þeim bakkanum. Ef lax tekur efst í Affallinu, eða út af téðum steini, er best að leiða hann rólega upp eftir ánni og þess vegna upp undir vatn og þreyta hann þar, svo síður komi styggð að þeim löxum sem fyrir eru á þessum gjöfula veiðistað. Skammt hér neðan við er annar góður tökustaður. Hann er undir landinu handan ár, þ.e. að vestanverðu þar sem áin breikkar lítillega til vesturs. Þar er nokkuð dýpi og geta þar oft leynst furðu margir laxar. Þarna reynir nokkuð á kast- hæfileika fluguveiðimannsins. Þó er unnt er að komast nær staðnum með því að vaða rólega í átt að legustað laxanna. Einnig má veiða þennan stað að vest- anverðu, en þá verður að vaða yfir ána nokkru neðar og nálgast staðinn varlega frá hinu landinu. Þegar menn hafa veitt nægju sína í Affallinu liggur leiðin að næsta veiðistað fyrir neðan sem heitir Ruðningar. Betra er að fara sér hægt á þeirri leið því oft má sjá lax á stangli á milli þessara staða, einkum að austan- verðu. Á aðal göngutíma laxins getur víða leynst sporður á þessari leið. Laxar sem staldra við á göngu sinni á milli þessara staða eru oft auðveiddir – og auðséðir ef athyglin er í lagi, því áin er hæg og grunn á þessum slóðum. Ég bendi veiði- mönnum á að hyggja vel að laxi undir báðum bökkum árinnar á þessum kafla, enda getur hér hvarvetna leynst fiskur undir steini. Ruðningar Næsti veiðistaður neðan Affallsins er Ruðningar. Þetta er fremur grunnur strengur með grófum malarbotni. Ruðn- ingar geta verið magnaður veiðistaður þegar laxinn er í göngu, en mín reynsla er sú að hann staldri þar fremur stutt við. Ruðningar er fremur auðveiddir og krefjast ekki langra kasta. Laxinn liggur venjulega um eða ofan við miðjan streng og hér gildir það sama og annars staðar í Laugardalsá, að fara ekki of nálægt ánni til þess að forðast að styggja laxinn. Indriði G. Þorsteinsson, heitinn, rithöf- undur með meiru sagði mér eitt sinn frá atburði sem varð þegar hann var að veiðum í Laugardalsá og á gangi með Ruðningunum. Varð honum fótaskortur á göngunni og datt við það kylliflatur. Skipti þá engum togum að áin ólgaði af laxi sem óð upp úr Ruðningunum eins og síldartorfa og öslaði upp ána í átt að Affallinu. Hafði slík styggð komið að lax- inum við fall Indriða að áin kraumaði öll á þessum stað. Gefur þetta einhverja hugmynd um laxamergðina sem þarna var – og auðvitað líka um dynkinn við fallið. Hólmastrengur Það verður að segjast eins og er að bæði Ruðningar sem að framan er lýst og Hólmastrengur, gjalda þess nokkuð að vera á milli tveggja af bestu veiðistöðum Laugardalsár, Affallsins og Dagmálafljóts. Vilja menn oft hraða sér úr einni veislunni í aðra, en skeyta lítt um smáréttina sem kunna að gefast á leiðinni. Hólmastrengur lætur lítið yfir sér. Hann er nokkurn spöl Væn hrygna úr Laugardalsá. Ljósmynd frá Bjarna Brynjólfssyni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.