Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Qupperneq 16

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Qupperneq 16
 16 Veiðimaðurinn 17 Laugardalsá – Veiðistaðalýsing neðan Ruðninga þar sem áin kvíslast um lítinn gróinn hólma. Í raun er þessi staður ekki mikið meira en hola undir bakka vestanmegin ár, rétt ofan við hólmataglið og því er skynsamlegt að koma sér yfir ána neðan Ruðninga, spölkorn áður en komið er að téðum hólma. Í lænunni að vestanverðu um miðbik hólmans er smá spegill sem er helsti tökustaðurinn í Hólmastreng. Einnig má finna holur við hólma þennan þar sem laxinn leynist stundum. Hólmastrengur er að minni reynslu vand- veiddur staður og gefur sjaldnast mikla veiði, en þó má reyta þar upp einn og einn, sé varlega að farið. Dagmálafljót Þegar menn hafa lokið sér af í Hólma- streng er best að koma sér yfir ána á nýjan leik og ganga með austurbakkanum niður í Dagmálafljót. Dagmálafljótið er einn af gjöfulustu veiðistöðum Laugar- dalsár og skipar reyndar sérstakan sess í mínum huga. Það var nefnilega í Dags- málafljótinu sem ég missti minn fyrsta lax, en eins og kunnugt er muna veiði- menn yfirleitt betur eftir þeim löxum sem þeir missa, en hinum sem þeir landa. Hvað þá fyrsta laxinum sem menn setja í – og missa. Áin rennur hér í fremur grunnum streng niður í hylinn. Hún breiðir úr sér í lygnan damm að austanverðu en snýr sér sjálf rétthyrnis til vesturs og beinir megin straumi sínum spölkorn til þeirrar áttar, en beygir síðan aftur til norðurs og tekur stefnuna niður í Símastreng. Við hornið þar sem áin beygir til vesturs dýpkar hún og þar liggja venjulega efstu laxarnir í Dagmálafljóti. Nú er um að gera að fara varlega. Best er að byrja að kasta flugunni á strenginn og láta hana falla niður undir horninu á vesturbakkanum, þar sem áin beygir. Þar framan við er bakki þar sem laxarnir liggja gjarnan – sem og allt niður í dýpið þar neðan við. Laxinn liggur líka niður eftir strengnum og einnig eftir að áin hefur beygt til vesturs og þar sýnir hann sig oft í tignarlegum stökkum, en helstu tökublettirnir eru í strengnum út af horninu í vesturbakkanum og þar niður af. Í ríflegu vatni getur lax legið niður eftir öllu og jafnvel eftir að áin beygir á ný til norðurs í átt að Símastreng. Þegar líður á sumarið má stundum sjá laxa í damminum eða bugnum að austanverðu. Þar bylta þeir sér eða stökkva – gjarnan forstreymis, en sjaldnast fást þeir til að taka og eru þeir vonarpeningur sem rétt- ast er að láta eiga sig. Í Dagmálafljóti fer vel á því – eins og víða í Laugardalsá – að bregða undir svokölluðu „Portlandsbragði“ eða „gáruhnút“ sem er betra orð yfir þá athöfn sem ýmsir kalla „að hitsa“ og er leiðinleg enskusletta. Gárutúpa er nafn á veiðarfæri sem á vel við hér. Auðvelt er að gleyma sér í Dag- málafljótinu. Þar sýnir laxinn sig gjarnan vel og er veiðimanninum hvatning til að skipta ört um flugu, enda skynsamlegt því þegar sú rétta er komin á tauminn verður stundin ógleymanleg. Það var fremur mikið vatn í Laugardalsá þegar þessi mynd var tekin við Dagmálafljótið. Ég veiði Dagmálafljótið venjulega frá hinum bakkanum, en þessi veiðimaður kýs frekar að veiða af vestari bakka árinnar. Það getur líka skilað árangri, eins og hin myndin á síðunni er til vitnis um. Hann er á Dagmálafljóti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.