Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Blaðsíða 19
18 Veiðimaðurinn 19 Laugardalsá – Veiðistaðalýsing
Símastrengur
Þegar Laugardalsá hefur slegið sér aftur
til norðurs og rétt sig af neðan Dag-
málafljóts er Símastrengur skammt
undan. Símastrengur er kyrrlátur
straumur þar sem áin rennur á milli gró-
inna bakka, en laxinn finnur sér skjól
við steina í botninum. Símastrengur er
fremur grunnur og óráðlegt að ganga fram
á bakkann, því þá blasir veiðimaðurinn
við löxunum.
Réttast er að veiða staðinn í gegn með
nokkrum flugum. Ef fiskur er á staðnum
verða menn hans fljótlega varir. Þess
eru dæmi að veiðimenn hafi komið að
Símastreng fullum af fiski og getur þá
orðið handagangur í öskjunni. En sann-
ast sagna eru að jafnaði gjöfulli veiði-
staðir Símastreng á báðar hendur og því
ástæðulaust að eyða löngum stundum
þar, verði menn ekki fiskjar varir fljót-
lega. Ég vil gjarnan halda því til haga að
á kaflanum á milli Símastrengs og Pontu
hef ég fengið laxa með því að kasta á þann
hluta árinnar eftir því sem tilfinningin
fyrir vatninu býður mér í brjóst. Kemur
takan þá gjarnan á óvart sem er vissulega
krydd í tilveruna þann daginn.
Ponta
Veiðistaðinn Pontu er að finna þar sem
áin tekur krappa beygju til vesturs – eða
vinstri þegar litið er niður ána í göngu-
stefnu. Pontan dregur nafn sitt af lögun
sinni. Veiðistaðurinn líkist neftóbaks-
pontu, er þrengst efst en víkkar og sveigir
sig til hliðar eftir því sem neðar dregur,
en þrengist síðan aftur uns áin tekur
stefnuna ofan í Blámýrarfljót. Þetta er
smekklegt nafn á veiðistað og lýsandi
fyrir lögunina. Mér er ekki kunnugt um
að þetta nafn hafi verið gefið öðrum veiði-
stað í laxveiðiá á Íslandi, en ég set þann
fyrirvara að ég þekki þær ekki allar.
Ponta er lítill hylur þar sem Laugardalsá
beygir og staldrar stutt við á litlum palli,
skömmu áður en hún fellur í faðm Blá-
mýrafljóts. Þarna liggur fiskur jafnan og
ekki síst þegar líða tekur á sumarið. Betra
er að fara ekki of nærri Pontunni, ætli
menn sér á annað borð að reyna við hana,
en kasta flugunni varlega yfir strauminn
í átt að austurlandinu og láta fluguna ber-
ast að bakkanum nær. Gárutúpur fara hér
mjög vel og stundum tekur laxinn alveg
upp við landið. Varlega verður að fara
að þessum veiðistað, enda getur fiskur
verið alveg upp undir beygju, sérstaklega
í góðu vatni. Liggur hann þá utan í smá
kanti neðan við beygjuna. Hylurinn er
fljótveiddur, en sjálfsagt er að reyna þar
fáeinar flugur, þó ekki væri til annars
en að hita sig upp fyrir komandi veislu í
Blámýrarfljótinu – sem er þarna spotta-
korn neðan við.
Blámýrarfljót
Hvað sem segja má um aðrar laxveiðiár
á Íslandi og heimsfræga og marglofaða
veiðistaði í þeim, þá er Blámýrarfljótið
á heimsmælikvarða hvað fegurð og
margbreytileika snertir. Að mínu mati
er Blámýrarfljót – sem dregur nafn sitt af
eyðibýlinu Blámýri handan ár – stórbrot-
inn og margslunginn veiðistaður. Eflaust
eiga einhverjir lesendur þessa pistils sér
minningar frá þessum veiðistað og vænt-
anlega lítur hver á silfrið sínum augum,
en í mínum huga er Blámýrin veiðistaður
númer eitt á Íslandi. Frá Blámýrarfljóti
hafa verið sagðar ótrúlegar sögur af afla-
brögðum. Indriði G. Þorsteinsson sem
áður hefur verið vitnað hér til, sagði frá
Finnboga heitnum Magnússyni skipstjóra
frá Patreksfirði sem veiddi hundrað og
fimmtán laxa í Laugardalsá á þremur
dögum hér um árið – og flesta þeirra í
Blámýrarfljóti. Indriði hefur hér orðið:
„Hann veiddi alla laxana á þessa flugu,
Teal and Black númer 12, og kappið var
svo mikið að hann fékkst ekki til þess
að koma upp úr ánni. Konan hans er nú
líka kappsöm og hún stóð á bakkanum og
færði honum hressingu. Hún óð annað
veifið út til hans og dreypti á hann kaffi,“
sagði Indriði.
Eftir að áin beygir út úr Pontunni fellur
hún stuttan spöl til vesturs, fram af
lágum stalli sem myndar fallega flúð og
þaðan ofan í Blámýrarfljót. Lágur hóll er
á hægri hönd þegar horft er niður eftir
flúðinni – það er austan megin ár – en
venjulega er staðið undir þennan lágreista
hól þegar veitt er á þessum stað.
Blámýrarfljótið er heilmikill dammur og
djúpt eftir því. Það breiðir úr sér og til
beggja handa framan við flúðina, en fellur
síðan í hægum streng meðfram áður-
nefndum hól til norðurs á ný. Reyndar
er það þannig að framan við flúðina
myndast þrír strengir í fljótinu; einn með
landinu að sunnan, annar til vesturs í
beinu framhaldi af flúðinni og loks til
norðurs, meðfram hólnum sem áður er
drepið á. Blámýrarfljót getur geymt ótrú-
legan fjölda laxa, um það get ég vottað
sjálfur. Aðal tökustaðirnir í hylnum eru
Sjálfsagt er að reyna sig við laxana í Ruðningum
þegar farið er á milli Affals og Dagmálafljóts.