Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 24

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 24
 24 Veiðimaðurinn 25 Laugardalsá – Veiðistaðalýsing Vert er samt að vekja athygli á svæðinu á milli Hagakotsfoss og Langafoss. Þar má finna einn eða tvo ómerkta pytti þar sem lax má oft finna þegar hann er í göngu. Þessir staðir eru nokkuð augljósir þegar að þeim er komið, en annar þeirra er í námunda þar sem Hagakotslækurinn rennur út í Laugardalsá. Betra er að fara varlega hér um slóðir. Ég þekki það á eigin skinni að það er gremjulegt að ganga fram á laxa sem liggja í smá pyttum og holum á þessu svæði og verða þeirra ekki var fyrr en allt verður vitlaust og laxarnir skjótast fram og til baka, ljónstyggir. Er þá úti um veiðivon á þeim stöðum í bili. Langifoss Langifoss er í sjálfu sér enginn foss, heldur klapparstokkur sem á upphaf sitt í lágri flúð eða stalli sem áin fellur fram af. Þegar farið er á þennan veiðistað er best að gera annað tveggja; að aka niður að gömlu brúnni sem er niðurundir ós og ganga þaðan uppeftir, eða hitt sem ég geri venjulega, að keyra yfir brúna á þjóðveg- inum og út af veginum að vestanverðu. Þar má leggja bílnum ofan við þjóðveginn. Þaðan er örstutt að fara í næstu veiðistaði; Langafoss, Nefið og Skáfoss. Þessir staðir eru veiddir að vestanverðu, öfugt við það sem við á víðast hvar ofar í ánni, þ.e. á þeim stöðum sem þegar hefur verið lýst. Að minni reynslu er laxinn helst að finna um eða ofan við miðjan stokkinn í Langa- fossi. Rétt er að láta fluguna berast alveg að bakkanum vestan megin, enda liggur laxinn ekki síst þar. Einnig vil ég benda á smá holu rétt ofan við fossbrúnina, en þar má oft finna lax í göngu. Flestir standa rétt við þessa holu þegar þeir kasta á Langfoss og því er skynsamlegt að huga að henni áður en tekið er til við veiðistaðinn sjálfan. Langifoss er steinsnar ofan við laxastigann í Einarsfossi. Þarna eru veiðimörk, þ.e. bannað er að veiða nær laxastiganum en í Langafossi. Pallurinn neðan við stokkinn ofan laxastigans er því friðhelgur. Skáfoss Stutt neðan Einarsfoss er Skáfoss að finna. Þarna er þröngt um bakkastið eins og víðar í gilinu og því getur verið sniðugt að kasta andstreymis í Skáfoss því þannig er hægara um vik. Síðan má fara varlega upp með klettinum og láta fluguna skauta yfir strenginn. Ef laxinn tekur er eins gott að vera við öllu búinn því miklar líkur eru á að hann taki strikið niður gilið og er þá eins gott að vera fótviss, því klappirnar eru hálar á þessum slóðum. Þegar ég kom fyrst til veiða í Laugar- dalsá barn að aldri, fékk faðir minn það vegarnesti frá veiðimönnum sem voru að Ef laxinn tekur er eins gott að vera við öllu búinn því miklar líkur eru á að hann taki strikið niður gilið og er þá eins gott að vera fótviss, því klappirnar eru hálar á þessum slóðum Horft upp eftir Laugar- dalsá á neðsta hluta veiðisvæðisins. Skáfoss er fyrir miðri mynd, skammt neðan laxastig- ans. Efst á myndinni glyttir í Langafoss, spottakorn ofan laxastigans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.