Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 29

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 29
 28 Veiðimaðurinn 29 Laugardalsá – Veiðistaðalýsing Hinn veiðistaðurinn er djúpur pyttur beint undir Nefinu sjálfu. Þann stað er best að veiða að ofanverðu. Þá ganga menn niður brekkuna ofan Nefsins og láta fluguna berast að landinu að vest- anverðu, þ.e. þeim megin sem staðið er. Tilvalið er að prófa þennan stað þegar menn hafa lokið sér af í Skáfossi. Enga hvet ég til að ganga fram á Nefið sjálft og skyggnast þar um. Bæði veldur það styggð í hylnum, en er auðvitað lífs- hættulegt, enda dæmi þess að brotnað hafi úr Nefinu og orðið mönnum að fjör- tjóni, eða allt að því. Berghylur Berghyl er að finna undir hamrinum að vestanverðu, örskammt neðan Nefsins. Ætli menn sér þangað eftir að hafa reynt sig við Nefið, verða menn að vaða varlega yfir ána á milli þessara staða, enda Berg- hylur veiddur austanmegin frá. Aðal tökustaðurinn í Berghyl er í fyssinu efst í strengnum, en oft má sjá laxa um miðjan hylinn eða neðar þar sem hann liggur gjarnan í skjóli staksteina. Þarna getur verið þröngt um bakkastið eins og víðar á þessum slóðum og eru þær aðstæður veiðimönnum áskorun. Svörtuloft Svörtuloft eru rétt ofan við gömlu brúna yfir Laugardalsá. Mikill klettur er þarna út í ánni og stoppar laxinn í smá holum og pyttum bæði neðan við, en þó einkum ofan við klett þennan. Þarna er til þess að gera auðvelt að sjá laxinn. Svörtuloft eru venjulega veidd af vesturbakkanum. Það er ekkert einfalt við það að veiða Svörtuloftin með flugu. Besti kosturinn er að prófa örsmáar þyngdar túpur og vippa þeim andstreymis og láta þær skjótast yfir laxinn. Einnig geta lufsu-túpur eins og Sunray Shadow eða eitthvað álíka gefið veiði. En eitt er þó víst: Ef laxinn er í göngu þá stoppar hann í Svörtuloftum – og er þá veiðimönnum boðið til veislu. Brúarfljót Mér er í barnsminni boðarnir af laxa- torfum í oddasundi renna inn í Brúar- fljótið á háflæði. Margsinnis hrukku göngurnar frá og syntu til baka, en svo kom að því að laxarnir sættust við ána, héldu kyrru fyrir í fljótinu og tifuðu uggunum á meðan þeir voru að venja sig við ferskvatnið. Slík sjón er ógleymanleg. Stundum er Brúarfljótið krökkt af laxi. Þá er eins gott að gína ekki yfir þeim af brúnni. Laxinn er þarna ljónstyggur og allt getur orðið vitlaust í hylnum, sé óvarlega farið.Venjulega liggur lax- inn í straumnum rétt neðan við brúna, í námunda við klett sem upp úr ánni stendur. Einnig nýtir hann sér stundum skugga af brúnni, þegar hans gætir. Reyndar hef ég séð laxa víðsvegar um Brúarfljótið og þess vegna niður undir sjó, en ef menn ætla sér að skyggna þennan veiðistað er eins gott að fara varlega. Ég læt veiðimönnum það eftir að finna réttu aðferðina til að veiða Brúarfljótið með flugu, en einfaldara er að standa vestan- megin ár við slíkar tilraunir. Það er venjulega áskorun að fá laxinn til að taka fluguna í Berghyl. Horft upp eftir Laugar- dalsá af gömlu brúnni. Næst á myndinni eru Svörtuloft.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.