Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Blaðsíða 38
„Tilfinningin að vakna upp á fallegu
óðalsetri við bakka Dee og þurfa ekki að
hlaupa af stað til að ná veiðum á tilteknum
svæðum er þægileg. Tíminn stendur í stað
og með hverjum degi sem líður kemst
kyrrð yfir huga veiðimannsins,“ segir Anna
Þórunn og undir það taka aðrar sem voru
með í för.
Við River Dee hefst dagurinn á staðgóðum
morgunverði áður en rölt er út í hótelgarð
þar sem óaðfinnanlega klæddir skoskir
leiðsögumenn í Tweed fötum taka bros-
andi á móti veiðimönnum, hoknir af
reynslu, með sögu um hvern hól, hvern
streng, hverja breiðu.
Því næst er haldið niður að á og á hverju
veiðisvæði er lítið veiðihús eða kofar þar
sem hægt er að klæða sig í vöðlur og setja
upp stangirnar.
„Við River Dee fannst mér ég komin að
upptökum fluguveiðinnar, þarna drýpur
fluguveiðisagan af hverju strái. Og maður
fær einhverja óútskýranlega löngun til
að klæða sig upp, fara í tweed og bera
höfuðið enn hærra. Þarna veiðir breska
konungsfjölskyldan náttúrulega,“ segir
Ragnheiður Thorsteinsson sem naut sín í
þessari veiðiferð, enda náttúran ægifögur
og félagsskapurinn stórkostlegur.
„Ég veiddi á svæðinu Lower Woodland
ásamt veiðifélögunum Brynju Gunnars-
dóttur, Guðrúnu Jónsdóttur og Berglindi
Ólafsdóttur, á tveggja stanga svæði. River
Dee er straumþung á og okkur ráðlagt að
nota hægsökkvandi tauma, helst „Ghost
tip“, sem sagt glæra, og skella til dæmis
Sunray Shadow undir. Þeir nota mikið þá
flugu, sem og Stoats Tail, Willi Gunn og
Cascade,“ segir Ragnheiður.
„Ég hef stundað laxveiðar á Íslandi í áratugi og er
heilluð af fluguveiði. Veiðarnar í Skotlandi opnuðu
á nýja reynslu. Kúltúrinn er annar í Skotlandi og auð-
vitað langtum eldri en á Íslandi. Upplifunin önnur
og afslappaðri,“ segir Anna Þórunn Reynis, formaður
Kvennadeildar SVFR um ferðina til River Dee nú
í lok apríl. Fjölmennt var í ferðina, sem skipulögð
var af Kvennadeildinni í samstarfi við Simpliciter
í Aberdeen.
Eɷir
Steingrím Sævarr Ólafsson
38 Veiðimaðurinn 39 Veitt í River Dee