Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 39

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 39
„Tilfinningin að vakna upp á fallegu óðalsetri við bakka Dee og þurfa ekki að hlaupa af stað til að ná veiðum á tilteknum svæðum er þægileg. Tíminn stendur í stað og með hverjum degi sem líður kemst kyrrð yfir huga veiðimannsins,“ segir Anna Þórunn og undir það taka aðrar sem voru með í för. Við River Dee hefst dagurinn á staðgóðum morgunverði áður en rölt er út í hótelgarð þar sem óaðfinnanlega klæddir skoskir leiðsögumenn í Tweed fötum taka bros- andi á móti veiðimönnum, hoknir af reynslu, með sögu um hvern hól, hvern streng, hverja breiðu. Því næst er haldið niður að á og á hverju veiðisvæði er lítið veiðihús eða kofar þar sem hægt er að klæða sig í vöðlur og setja upp stangirnar. „Við River Dee fannst mér ég komin að upptökum fluguveiðinnar, þarna drýpur fluguveiðisagan af hverju strái. Og maður fær einhverja óútskýranlega löngun til að klæða sig upp, fara í tweed og bera höfuðið enn hærra. Þarna veiðir breska konungsfjölskyldan náttúrulega,“ segir Ragnheiður Thorsteinsson sem naut sín í þessari veiðiferð, enda náttúran ægifögur og félagsskapurinn stórkostlegur. „Ég veiddi á svæðinu Lower Woodland ásamt veiðifélögunum Brynju Gunnars- dóttur, Guðrúnu Jónsdóttur og Berglindi Ólafsdóttur, á tveggja stanga svæði. River Dee er straumþung á og okkur ráðlagt að nota hægsökkvandi tauma, helst „Ghost tip“, sem sagt glæra, og skella til dæmis Sunray Shadow undir. Þeir nota mikið þá flugu, sem og Stoats Tail, Willi Gunn og Cascade,“ segir Ragnheiður. „Ég hef stundað laxveiðar á Íslandi í áratugi og er heilluð af fluguveiði. Veiðarnar í Skotlandi opnuðu á nýja reynslu. Kúltúrinn er annar í Skotlandi og auð- vitað langtum eldri en á Íslandi. Upplifunin önnur og afslappaðri,“ segir Anna Þórunn Reynis, formaður Kvennadeildar SVFR um ferðina til River Dee nú í lok apríl. Fjölmennt var í ferðina, sem skipulögð var af Kvennadeildinni í samstarfi við Simpliciter í Aberdeen. Eɷir Steingrím Sævarr Ólafsson 38 Veiðimaðurinn 39 Veitt í River Dee
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.