Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 59
58 Veiðimaðurinn 59 Þegar góð ráð eru dýr má reyna Gammel Dansk
vægt að muna að vera alltaf reiðubúinn að
breyta til, um nálgun við veiðina, aðferð,
framsetningu flugunnar; hugmyndaríki
og ekki síst hreyfanleiki borgar sig nær
alltaf,“ segir Einar.
Brunnir fingur
Vitaskuld eru aðstæður alltaf einstakar á
hverjum veiðistað, segir Einar. Hann segir
frá því að eitt sinn var hann ásamt vini við
veiðar í góðri á á Vesturlandi; þetta var
síðsumars, sól á himni alla daga, og ekki
hafði rignt í einhverjar vikur, áin kom-
inn niður í grjót og laxinn hafði safnast
saman í dýpstu stöðum og ekki verið í
töku dögum saman. Veiðibókin laug engu
um það. Þeir mættu kappsamir til leiks,
segir Einar enda þekktu þeir ágætlega til.
„En við upplifðum það sama; deyfð-
ina undir yfirborði árinnar sem rann
um dalinn sem var samt jafn fagur og
endranær. Við slíkar aðstæður, vatnsleysi
og glæru, þekkjast ýmis ráð. Menn verða
að fara enn varlegar en endranær og læð-
ast að hyljum, nota grennri tauma, minni
flugur, veiða andstreymis. Allt hjálpar það
til,“ segir Einar en fyrir þessa ferð höfðu
þeir vinirnir, vitandi að aðstæður yrðu
erfiðar, haft uppi á leiðsögumönnum og
veiðimönnum sem höfðu verið í öðrum ám
á Vesturlandi dagana á undan og spurt þá
spjörunum úr hvað hefði reynst best – ef
eitthvað – við að reisa laxa.
„Þegar svörin voru komin í hús fórum við
að versla og bættum í boxin fleiri þungum
míkrókeilum. Og við ána reyndum við
vissulega ýmislegt en það eina sem virk-
aði þessa daga byggði á ráðum sem við
höfum safnað saman úr samtölunum:
grannur og langur taumur, míkrókeilur
sem var kastað þvert að fjærbakka og
byrjað að hraðstrippa strax. Undir lok
veiðitímans vorum við með brunna fingur
af hraðstrippinu en höfðum náð að reisa
allnokkra og landa sex af þeim níu löxum
sem voru færðir til bókar.“
Einar segist vissulega hafa staðið heilu
dagana við ágætar ár en ekkert gengið upp.
En það er líka mikilvægt, finnst honum, og
kennir það nauðsynlega auðmýkt gagnvart
náttúrunni.
„Einu sinni veiddi ég níu fisklausar vaktir
í röð (þótt ég sæi marga), og vissulega var
örvæntingin þá farin að setjast að mér. En
vonglaður var ég kominn að þriðju ánni á
þessum tíma snemma á tíundu vaktinni
og landaði fjórum löxum.“
Velkominn vindur
Einari finnst að ein nautnanna við að veiða
í íslenskri náttúru sé að upplifa síbreytilegt
veðrið – vindinn meðtalinn. Jafnvel þó
stundum sé svo hvasst í fangið að manni
finnist vitlaus lína vera á hjólinu, alltof
létt; hún fer vart út fyrir stangarendann.
Þá sýni sig að mikilvægt er að æfa köstin
og geta breytt um aðferð; hér á landi sé til
að mynda mikilvægt að geta kastað jafnt
yfir báðar axlir, og ekki verra að geta skipt
um kastaðferðir en hafa líka ráð á stöngum
af mismunandi þyngd. Í rokinu geti tví-
hendan bjargað miklu, ef löngunin til að
koma flugunni út á hylinn er sterk. Þá sé
enn og aftur mikilvægt að vera reiðubúinn
að breyta til, að reyna að komast á and-
stæðan bakka, nýta vindinn við veiðarnar
– fara ekki alltaf að eins og síðast.
„Í miklu og skoluðu vatni á það sama við,
að veiðimaðurinn verður að vera reiðubú-
inn að breyta til. Fara í stærri flugur og
meira áberandi, beita jafnvel sökkenda, og
svo vitaskuld hafa í huga að þá er fiskurinn
eflaust ekki á hefðbundnum tökustöðum.
Dæmi um það er veiðiferð í á á Vestur-
landi sem hafði hlaupið illilega og tók
kolmórauð á móti okkur, í haugarigningu
svo augljóst var að þessar aðstæður myndu
vara áfram. Talsvert var gengið af laxi,
það vissum við félagarnir, og ákváðum
að vera enn duglegri en venjulega, hafa
mikla yfirferð og fara hratt yfir. Veiða nú
alltaf lengst niður á breiður og brot, sleppa
hefðbundnum tökustöðum en einbeita
okkur líka að hægu vatni nær bökkum;
vatnið var svo skolað að ekki þurftum
við að óttast að styggja fisk að neinu ráði.
Og við fórum í tommu og tveggja tommu
langar túpur, Þingeying og Ofsabomm
aðallega, túpur með gulu og grænu sem
sjást vel í þessum aðstæðum. Og stóra
Sunray shadow með keiluhausum. Það
gekk upp. Við vorum dauðuppgefnir í
lok ferðar og höfðum nær ekkert kastað
á hefðbundna tökustaði í strengjum og
hyljum, en lönduðum 22 löxum, ellefu
hvor. Vongleðin, yfirvegunin og kappið
höfðu borgað sig, og vel það. Eins og svo
oft áður og síðan,“ segir Einar.
„Vitaskuld eru aðstæður alltaf einstakar á hverjum veiðistað,
segir Einar. Hann segir frá því að eitt sinn var hann ásamt
vini við veiðar í góðri á á Vesturlandi; þetta var síðsumars,
sól á himni alla daga, og ekki hafði rignt í einhverjar vikur,
áin kominn niður í grjót og laxinn hafði safnast saman
í dýpstu stöðum og ekki verið í töku dögum saman.“