Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 62
62 Veiðimaðurinn 63 Þegar góð ráð eru dýr má reyna Gammel Dansk
„Fyrsta veiðireynslan var með móðurafa
mínum í æsku þegar ég prófaði veiði-
stöngina sem keypt var í kaupfélaginu
og dorgaði á bryggjunni! Ég gerði síðan
ekki mikið í þessum efnum fyrr en ég
var komin undir tvítugt, þá eignaðist ég
alvöru stöng og fór nokkrum sinnum að
veiða, mest í Sogið. Ég fékk maríulaxinn
í Eystri-Rangá í veiðiferð með foreldrum
mínum og þá fékk ég veiðibakteríuna
endanlega, segir Esther Finnbogadóttir,
veiðikona og stofnandi Útgerðarfélagsins
Árdísar.
Fjórar saman á stöng
Upp úr aldamótum fjölgaði veiði-
ferðunum hjá Esther og segir hún að
fyrstu árin á eftir var dágóðum parti af
sumrinu eytt við árbakkann, enda að
hennar sögn ekkert betra en að njóta
íslenskrar náttúru við árnið og egna
fyrir fisk.
„Ég veiði mest á flugu en mér finnst
maðkaveiði skemmtileg og spennandi
líka, því miður hefur valkostum fækkað
of mikið í þeim efnum. Það hefur verið
sérstakt áhugamál hjá mér að kynna
stangveiðisportið fyrir kynsystrum
mínum og smita f leiri af veiðibakt-
eríunni,“ segir Esther sem stofnaði
Útgerðarfélagið Árdísi árið 2001 ásamt
samstarfskonum sínum í Kaupþingi.
„Fyrsta ferðin var nokkuð skrautleg, við
fórum sextán saman á svæði IV í Stóru –
Laxá og vorum því fjórar saman á stöng.
Það var lítið um þekkingu og flestar að
reyna fyrir sér í stangveiði í fyrsta sinn.
Síðan þá hefur þessi félagsskapur vaxið
og dafnað og veiðikunnáttan með og nú
erum við um 90 talsins,“ segir Esther.
Magalending á fiski
Esther hefur alltaf mjög gaman af að prófa
nýja staði og nýjar ár en þó eru nokkrar
í sérstöku uppáhaldi eins og Grímsá,
Þverá og Langá. Af smærri ám nefnir hún
Gljúfurá og Vatnsá, en tekur fram að fyrir
hana er í raun nóg að það sé rennandi
vatn og einhver veiðivon!
Óbrigðult að dýfa flugunni
í Gammel Dansk
„Fyrsta veiðireynslan var með móðurafa mínum í æsku
þegar ég prófaði veiðistöngina sem keypt var í kaupfélaginu
og dorgaði á bryggjunni! Ég gerði síðan ekki mikið í þessum
efnum fyrr en ég var komin undir tvítugt, þá eignaðist ég
alvöru stöng og fór nokkrum sinnum að veiða, mest í Sogið.
Ég fékk maríulaxinn í Eystri-Rangá í veiðiferð með foreldr-
um mínum og þá fékk ég veiðibakteríuna endanlega“
Esther Finnbogadottir