Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Qupperneq 65

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Qupperneq 65
64 Þegar góð ráð eru dýr má reyna Gammel Dansk „Margar af skemmtilegustu minn- ingunum eru tengdar fjölskylduveiði í smærri ám eins t.d. Tunguá. Ein eftir- minnilegasta ferðin þangað var þegar ég gekk með dóttur mína og var að aðstoða 9 ára son minn við að landa laxi, ekki mátti hann sleppa og stökk ég því til og tók magalendingu á fiskinn þegar sonurinn dró hann upp á litla eyri. Bumbubúanum varð ekki meint af, heldur þvert á móti enda komin með veiðibakteríu á hæsta stigi 12 ára gömul! Áhuginn er reyndar engu minni hjá yngsta fjölskyldumeð- limnum sem er 6 ára en hann hefur veitt nokkra fiska upp á eigin spýtur í Gufu- dalsá síðustu árin. Það er því óhætt að segja að fjölskyldan öll bíður spennt eftir sumrinu og þeim ævintýrum sem veiði- ferðirnar færa okkur,“ segir Esther. Bitter og tvinnaspotti „Ég mundi segja að almennt eru það þolinmæði og eljusemi sem eru bestu húsráðin þegar illa árar. Þá þarf bara að reyna og reyna,“ segir Esther og bætir við að hún sé dugleg að skipta um agn, reyna nýjar flugur, stórar sem smáar og alla liti. „Mikill vindur er ekki vinur veiðimanns- ins en í slíkum aðstæðum legg ég nú fyrst og fremst áherslu á að koma agninu út í vatnið því í loftinu eða á bakkanum gerir það lítið gagn,“ segir Esther og brosir. „Sökktaumur og þungar flugur, t.d. keilutúpur hafa oft reynst vel. Í þeim ám sem leyfa annað agn en flugu, reyni ég hiklaust fyrir mér með maðki eða jafnvel spún enda oft auðveldara að koma því út en flugunni. Vatnsleysi getur verið erfitt að eiga við og sjálfsagt er það undarleg- asta sem ég hef séð í þeim efnum þegar laxarnir lágu niðrí móti í ánni og það var ekki séns að eiga við þá. En í vatnsleysi er um að gera að fara varlega að hyljunum svo maður fæli ekki fiskinn. Þá er líka nauðsynlegt að færa sig neðar á veiði- stöðum, tökustaðurinn getur verið allt annar en venjulega,“ segir Esther og bætir við að í mikilli birtu og sól hafa litlar og bjartar flugur reynst henni best, fyrir utan þolinmæðina. „Ég hef sem betur fer ekki lent oft í miklu skoluðu vatni enda eru það með leiðinlegri aðstæðum, en standi ég frammi fyrir slíku get ég nefnt tvö leynitrikk sem ég hef notað. Annað er að binda rautt girni um haus flugunnar og hitt er að dýfa flugunni í Gammel Dansk, þá steinliggur hann!,“ segir Esther. Það sem vel er grænt Esther segir að þegar fluga er valin sé um að gera að staldra við og líta í kringum sig, skoða litina í landslaginu í kring og velja svo flugu í þeim sömu litum. „Þetta var einmitt ráðið sem ég beitti í Langá síðasta sumar þegar lítið gekk. Síðasta morguninn var ég aflalaus og fór á efsta veiðistaðinn í ánni, Ármótafljót uppi á fjalli. Eftir þó nokkur köst og umferðir með mismunandi flugum, settist ég á bakkann og leit í kringum mig. Umhverfið við ána var vel grænt, frekar skært og rauðbrúnt. Ég skoðaði í öll box og fann að lokum flugu sem var í sömu litum og umhverfið. Ég setti hana á og viti menn, hann var á! Sjálfsagt er þó mikilvægast af öllu, í hvaða aðstæðum sem er, að hafa trú á veiðarfærunum og sjálfum sér og fyrst og fremst að njóta útiverunnar og umhverfisins, og ekki spillir að vera vel nestaður í góðum félagsskap,“ segir Esther að lokum. Almanak Háskóla Íslands 2019 H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 Almanak (ásamt Árbók) Þjóðvinafélagsins 2019 ALMANAKHins íslenska Árbók Íslands 2019 2017 145. árgangur Fást í helstu bókaverslunum um land allt FLÓÐATÖFLUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.