Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Page 67
66 Veiðimaðurinn 67 Þegar góð ráð eru dýr má reyna Gammel Dansk
Anna Reynis, formaður kvennanefndar
Stangveiðifélags Reykjavíkur, er komin
af laxveiðibændum við Langá á Mýrum,
og því hefur laxveiði verið henni í blóð
borin frá upphafi.
„Ég veit ekki hversu gömul ég var þegar ég
fór fyrst með föður mínum, Jósef Reynis,
að veiða. Sennilega verið um fimm ára
en mínar fyrstu minningar af veiði eru
þegar ég sat á bakkanum og horfði á hann
veiða og ég lék mér í pollunum. Ég var
svo á níunda ári þegar ég fékk maríulax-
inn, í Hornhyl í Langá,“ segir Anna og
rifjar það upp að sú stund var algjörlega
ógleymanleg.
„Faðir minn sat út í bíl og ég ein á
klettinum austan megin við ána. Ég
var lítil og væskilsleg og þegar 7 punda
hrygnan reif í línuna var þetta í raun
spurning um krafta; hvor hefði betur. En
sem betur fer kom faðir minn fljótlega og
bjargaði mér því ég hefði sennilega ekki
getað þreytt hann lengi,“ segir Anna sem
bætir við að þetta var á þeim tíma þegar
áin var ekki leigð út í heilu lagi, heldur
fengu bændur úthlutað dögum sem þeir
svo seldu eða nýttu sjálfir til veiða. Það
var veitt bæði á maðk og flugu en faðir
hennar notaði aðallega maðkinn og þar
af leiðandi hún líka.
Lalli skógari saumar mitti
Þegar hún er spurð um hvað hún hafi lært
til að bregðast við erfiðum aðstæðum við
ár og vötn, þá er nálgun hennar óvænt.
„Ég man ekki eftir að aðstæður hafi haft
mikil áhrif á maðkveiðina. Það var aðal-
lega veðrið sem fór alveg með mann. Veiði
í slyddu í september var sérstaklega erfið
en það kom oft fyrir,“ segir Anna og rifjar
það upp að þegar hún var um tvítugt fékk
hún fyrstu neoprene vöðlurnar sínar, og
hversu mikill munur það var að veiða í
þeim miðað við þann búnað sem hún var
vön. En það var ekki allt unnið við það eitt
að fá vöðlurnar í hendurnar.
Í veiði skiptir veðrið
minnstu máli
Anna Reynis
„Faðir minn sat út í bíl og ég ein á klettinum austan megin
við ána. Ég var lítil og væskilsleg og þegar 7 punda hrygnan
reif í línuna var þetta í raun spurning um krafta; hvor hefði
betur. En sem betur fer kom faðir minn fljótlega og bjargaði
mér því ég hefði sennilega ekki getað þreytt hann lengi“