Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Qupperneq 75

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Qupperneq 75
Veiðimaðurinn 75 í bæjum útbúnaður fyrir alla, sem vilja æfa sig, og nota sér margir af því. Eg veit mörg dæmi um góða flugumenn sem aldrei höfðu notið leiðbeiningar, en náðu meiri og betri árangri, er þeir höfðu tekið þátt í kastæfingum, og endurbætt kastlag sitt. Árlega stunda kastæfingar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á annað hundrað manns, margir byrjendur, en þó einnig vanir veiðimenn. Þetta er afar skemmtileg æfing, og öllum þykir gaman að handleika veiðarfæri, oftar en aðeins í veiðiferðum.” Heimsmet í spónkasti Þegar hér er komið sögu í viðtalinu ræða þeir félagar um ýmsar breytingar sem voru að verða á veiðibúnaði. „Frá vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem menn veiða í stórum ám, hafa komið svonefndar „skotlínur”. Auka þær mjög lengd kasta, og til dæmis má nefna, að með einhendisflugustöng, og slíkri línu, má kasta fimm til tíu metrum lengra, en ef notuð væri eldri gerð flugulína. Svipuð hlutföll gilda um köst með tvíhendisstöngum,” lýsir Halldór fyrir blaðamanni sem spyr um hæl um hvort rétt sé að hann hafi náð að kasta lengra en þágildandi „heimsmet í spónkasti.” Halldór: „Heimsmet verður aldrei sett, nema á heimsmeistaramóti. Ég hef stundum náð ljómandi góðum árangri í spónkasti, t.d. í sumar, á móti Landssambands ísl. Stangaveiðimanna. Náði ég með níu feta „glasfiber”- stöng, rúlluhjóli og 18 gramma lóði, góðri „seríu”, frá 95—98 m köstum. Lengsta kastið var 97,60 m. Þá var keppt með þyngri lóðum, 30 gramma. Köstin verða þá mun lengri, og lengst hef ég þannig náð 139,70 m kasti”. Og áfram heldur Halldór en víkur næst að keppni í köstum á flugustöng. „Keppt er með bæði einhendis og tvíhendisstöngum, og nást þá rúmlega 50 m og 60 m köst. Í keppni eru þó notaðar sérhæfðar stengur, sem ekki myndu notaðar við veiðar. Með venjulegum stöngum myndu köstin verða mun styttri. Erlendis er áhuginn hvað mestur fyrir hæfnisköstum. Þá er notaður 30 tommu hlemmur, og reyna menn að hæfa hann með flugu, eða kastlóðum, úr 12 til 25 m fjarlægð. Hér fara æfingarnar aðallega fram á vegum SVFR við Rauðavatn, á ýmsum grasflötum í bæjarlandinu, og í KR-húsinu, síðari hluta vetrar.“ Keppt er með bæði einhendis og tvíhendisstöngum, og nást þá rúmlega 50 metra og 60 metra köst. Í keppni eru þó not- aðar sérhæfðar stengur, sem ekki myndu notaðar við veiðar. Með venjulegum stöngum myndu köstin verða mun styttri. 74 Að kasta 139,70 metra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.