Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Blaðsíða 76

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Blaðsíða 76
76 Að kasta 139,70 metra Fjaðrir rifnar fyrir maðk Halldór kaus fluguveiði umfram annað agn og gaman að lesa um reynslu hans af bakkanum. Gefum honum orðið: „Fluguveiðin er skemmtilegust, þó að gaman sé einnig að veiða á aðrar beitur. Ánægjulegast er að mega nota beitu eftir vild, en flugu tek ég þó alltaf fram yfir annað, ef veður og aðstæður leyfa. Viðhorfin hafa svo sannarlega breytzt. Ég minnist þess, er ég sat með félaga mínum við Grásteinshyl, í Langadalsá, fyrir mörgum árum. Við tókum upp úr pússi okkar tvær eða þrjár flugur, sem okkur höfðu verið gefnar. Þá rifum við fjaðrirnar af þeim, til að geta beitt maðk, en vorum fátækir af önglum. Það er langt um liðið síðan”. Þegar Halldór var spurður um fluguval hafði hann þetta að segja:  „Ég held, að það sé lítil regla um flugur og veður. Þó hallast ég heldur að ljósum flugum í björtu veðri, en önnur heildarregla er ekki síður sú, að þekkja, hvenær nota skal litlar flugur og stórar. Stærðin er meira atriði. Ég nota yfirleitt litlar tvíkrækjur, frekar en stórar einkrækjur. Þá verð ég að minnast á eitt atriði um flugur. Ég tel, að margar erlendar flugur séu of mikið klæddar, og held, að við votfluguveiði sé bezt að nota léttklæddar flugur, allt niður í „Low-Water” flugur, sem miða að því að veiða á litlar flugur, með stórum öngli. Undangengin ár hef ég mikið veitt á flotflugulínu, og dreg hana stundum svo hægt, að liggur við að nálgist „greased line fishing”. Til eru þeir, sem stundum renna flugu eins og maðki,” sagði Halldór. Að breyta laxastofni Í samhengi við álitamál sem hefur verið áberandi síðastliðin ár, áhrif netaveiði á laxastofna hafði Halldór þetta að segja:  „Ég tel varla mögulegt að eyðileggja laxár með stangaveiði, þótt til séu einstakar ár, þar sem lax tekur ótrúlega vel miðað við aðrar ár. Hins vegar er vitað, að bann við sjóveiði á laxi er ekki haldið. Þá er lítill gaumur gefinn að netaveiði á sumum svæðum, og það þótt rúmlega níutíu af hundraði alls afla svæðisins komi í net. Það veiðast árlega um eða yfir 10.000 laxar á Ölfusársvæðinu í net, enda vitað, að laxinn dvelst mikið í jökulvatninu, áður en hann heldur upp í bergvatnsárnar. Lax, sem er á leið í Laxá í Hreppum, á langa leið fyrir höndum, og verður að fara fram hjá mörgum torfærum. Ég er þeirrar skoðunar, að netaveiðin á Ölfusársvæðinu, í jökulvatninu, hafi verið og sé að eðlisbreyta stofninum. Það er furðulegt, hve lítið gengur af laxi í bergvatnsárnar. í Brúará og Laxá var löngum mikið af laxi, en nú er þar allt laxlaust, að kalla. Ég er þeirrar skoðunar, að aðeins allra fyrsti hluti fyrstu göngu laxins af bergvatnsárstofninum Sumum veiðimönnum hættir til að miða veiðiánægju við aflamagn, og fara helzt ekki til veiða, nema þeir hafi svo til vissu fyrir því, að aflinn verði mikill. w „Góður veiðimaður fer til veiða með það fyrir augum að hafa ánægju af ferðinni, ekki til að veiða sem mest. Þó tel ég það ekki ósportlegt að veiða mikið, þá sjald- an veiðigyðjan reynist hliðholl. Sumum veiðimönnum hættir til að miða veiðiánægju við aflamagn, og fara helzt ekki til veiða, nema þeir hafi svo til vissu fyrir því, að aflinn verði mikill. Góður félagsandi er fyrir mestu, og þeim mönnum, sem ekki hafa ánægju af vefðiferð, þar sem fallegt er veiðivatn, gott veður og góður félags- skapur er fyrir hendi, enda þótt lítið veiðist, myndi ég ráðleggja að fást ekki við stangaveiði” Veiðimaðurinn 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.