Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Page 78
78 Að kasta 139,70 metra
komist klakklaust leiðar sinnar, síðari
göngur lendi að langmestu leyti í og
tálmist af netunum. Sá hluti laxins, sem
hins vegar hrygnir í eða við jökulvatnið,
hefur sloppið betur. Því hefur sífellt hallað
á ógæfuhliðina á Ölfusársvæðinu fyrir
bergvatnsárstofninum, á undanförnum
árum. Ég hef þá trú, að þótt netaveiðin
legðist niður, þá yrði það í senn tímafrekt
og kostnaðarsamt að bæta skaðann, vegna
eðlisbreytingarinnar. Yrði ef til vill að taka
laxinn í gildrur í jökulvatninu, og flytja
hann í bergvatnsárnar,- taka upp hliðstæða
flutninga þeim, sem eiga sér stað í
Elliðaánum, ásamt annarri umfangsmikilli
klak- og ræktunarstarfsemi.
Til þess konar ráðstafana hefur víða orðið
að grípa í Bandaríkjunum, til að ná upp
stofni á efri svæðum,” sagði Halldór og það
verður að hafa hugfast að viðtalið nálgast
það að verða hálfrar aldar gamalt, og
greinilegt að áhyggjur veiðimanna á þeim
tíma eru að mörgu leyti þær sömu og nú.
Það er því umhugsunarvert af hverju menn
hafa engu breytt þegar það liggur fyrir að
um áratuga skeið hafa menn haft áhyggjur
af áhrifum netaveiðinnar á laxastofna.
Góðar gáfur gefnar
Lokaorð viðtalsins eiga svo ekkert síður
við í dag en þá: „Góður veiðimaður fer
til veiða með það fyrir augum að hafa
ánægju af ferðinni, ekki til að veiða sem
mest. Þó tel ég það ekki ósportlegt að
veiða mikið, þá sjaldan veiðigyðjan reynist
hliðholl. Sumum veiðimönnum hættir
til að miða veiðiánægju við aflamagn, og
fara helzt ekki til veiða, nema þeir hafi
svo til vissu fyrir því, að aflinn verði
mikill. Góður félagsandi er fyrir mestu,
og þeim mönnum, sem ekki hafa ánægju
af vefðiferð, þar sem fallegt er veiðivatn,
gott veður og góður félagsskapur er fyrir
hendi, enda þótt lítið veiðist, myndi ég
ráðleggja að fást ekki við stangaveiði”.
Í þessu samhengi rifjar Ásgeir upp orð
stangveiðimannsins Richards Brookes
frá árinu 1766 og að sennilega séu þessar
hugleiðingar jafn gamlar stangveiðinni,
þrátt fyrir allt: „Minnizt þess, að
manninum voru góðar gáfur gefnar til
annars en að blekkja heimska fiska; hversu
ánægjuleg sem stangaveiðin er, þá glatar
hún sakleysi sínu, ef hún er stunduð til
annars en dægrastyttingar.”
Því hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina á Ölfusár-
svæðinu fyrir bergvatnsárstofninum, á undan-
förnum árum. Ég hef þá trú, að þótt netaveiðin
legðist niður, þá yrði það í senn tímafrekt og
kostnaðarsamt að bæta skaðann, vegna eðlis-
breytingarinnar.
það verður að hafa hugfast að viðtalið nálgast það að verða
hálfrar aldar gamalt, og greinilegt að áhyggjur veiðimanna
á þeim tíma eru að mörgu leyti þær sömu og nú. Það er því
umhugsunarvert af hverju menn hafa engu breytt þegar það
liggur fyrir að um áratuga skeið hafa menn haft áhyggjur
af áhrifum netaveiðinnar á laxastofna.
Veiðimaðurinn 79