Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 100

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 100
100 Veiðimaðurinn 101 Undir sumarhimni – sögur af veiðiskap Annars er kannski ekki úr vegi að týna þetta brot bara upp úr bókinni sem ein- hvers konar tilraun til að svara þessari spurningu: „Stangveiðimennskan færir mann á end- anum að jafnvægi. Hún kennir manni hversu mikið maður þarf. Hvar maður á að byrja og hvar maður á að hætta. Ég veiði öllum stundum, allan veturinn, á meðan ég sef, jafnvel þótt ég kasti ekki færi svo mánuðum skipti. Ég ólst upp við að vera veiðimaður og ég mun alltaf vera veiðimaður. Ég get ekki breytt því. Á fullorðinsárum, þegar hlutir koma stundum þannig fyrir að erfitt virðist að greiða úr þeim, þá er gott að vita til þess að sumt breytist ekki. Maður breytist ekki, maður er sá sem maður er, aðeins ytra borð hlutanna er þess fært að láta mann stundum halda að maður sé ekki sá sem maður er í raun og veru. Þá þarf maður að muna eftir barninu í sér á bakk- anum, hverfa ögn til baka og finna að á endanum er fátt sem mótar stað manns í tilverunni nema þessi beina lína sem er í boði öllum stundum á milli manns sjálfs og náttúrunnar. Hafa ekki hund- ruðir kynslóða gengið um þessa jörð í sama til gangi? Að lifa eins lengi og maður getur og deyja svo? Fjölga sér, borða, finna að maður er hluti af fjallinu og vatninu og að maður mun hverfa aftur til þeirra? Vatnið og fjallið eiga okkur. Ekki gleyma því. Í millitíðinni er bara eitt í boði undir sumarhimni. Að veiða.“ Uppáhaldsstaður? „Ætli það sé ekki bara Klettsvíkin í Ölfusá, svona 2-300 metrum ofan við Ölfusár- brúna. Þegar fiskur er í mikilli göngu í Ölf- usá er hún frábær veiðiá en svo koma léleg sumur inn á milli eins og ég held að raunin hafi til dæmis verið í fyrra. Ölfusáin var tvímælalaust uppáhaldsá föður míns enda veiddi hann nokkur hundruð laxa í henni áður en hann kvaddi. Ég á margar góðar minningar frá ánni, veiddi fyrsta laxinn minn þarna og þetta var svona kaffistofa eiginlega fyrir fólkið sem var í þessu, eða karlana, það voru mjög fáar konur að veiða þegar ég var barn. Það var hún Hrefna í Veiðisporti og kannski 1-2 aðrar. Þetta er svolítið breytt núna og gaman að því. Af öðrum uppáhaldsstöðum get ég nefnt Veiðivötn og hálendið almennt, og svo finnst mér mjög gaman að veiða í litlum og fallegum fluguveiðiám í fallegu umhverfi. Þær eru ófáar hér á landi.“ „Stangveiðimennskan færir mann á endanum að jafnvægi. Hún kennir manni hversu mikið maður þarf. Hvar maður á að byrja og hvar maður á að hætta. Ég veiði öllum stundum, allan veturinn, á meðan ég sef, jafnvel þótt ég kasti ekki færi svo mánuðum skipti“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.