Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 101
100 Veiðimaðurinn 101 Undir sumarhimni – sögur af veiðiskap
Annars er kannski ekki úr vegi að týna
þetta brot bara upp úr bókinni sem ein-
hvers konar tilraun til að svara þessari
spurningu:
„Stangveiðimennskan færir mann á end-
anum að jafnvægi. Hún kennir manni
hversu mikið maður þarf. Hvar maður
á að byrja og hvar maður á að hætta. Ég
veiði öllum stundum, allan veturinn, á
meðan ég sef, jafnvel þótt ég kasti ekki
færi svo mánuðum skipti. Ég ólst upp
við að vera veiðimaður og ég mun alltaf
vera veiðimaður. Ég get ekki breytt því.
Á fullorðinsárum, þegar hlutir koma
stundum þannig fyrir að erfitt virðist að
greiða úr þeim, þá er gott að vita til þess
að sumt breytist ekki. Maður breytist
ekki, maður er sá sem maður er, aðeins
ytra borð hlutanna er þess fært að láta
mann stundum halda að maður sé ekki
sá sem maður er í raun og veru. Þá þarf
maður að muna eftir barninu í sér á bakk-
anum, hverfa ögn til baka og finna að á
endanum er fátt sem mótar stað manns
í tilverunni nema þessi beina lína sem
er í boði öllum stundum á milli manns
sjálfs og náttúrunnar. Hafa ekki hund-
ruðir kynslóða gengið um þessa jörð í
sama til gangi? Að lifa eins lengi og maður
getur og deyja svo? Fjölga sér, borða, finna
að maður er hluti af fjallinu og vatninu
og að maður mun hverfa aftur til þeirra?
Vatnið og fjallið eiga okkur. Ekki gleyma
því. Í millitíðinni er bara eitt í boði undir
sumarhimni. Að veiða.“
Uppáhaldsstaður?
„Ætli það sé ekki bara Klettsvíkin í Ölfusá,
svona 2-300 metrum ofan við Ölfusár-
brúna. Þegar fiskur er í mikilli göngu í Ölf-
usá er hún frábær veiðiá en svo koma léleg
sumur inn á milli eins og ég held að raunin
hafi til dæmis verið í fyrra. Ölfusáin var
tvímælalaust uppáhaldsá föður míns enda
veiddi hann nokkur hundruð laxa í henni
áður en hann kvaddi. Ég á margar góðar
minningar frá ánni, veiddi fyrsta laxinn
minn þarna og þetta var svona kaffistofa
eiginlega fyrir fólkið sem var í þessu, eða
karlana, það voru mjög fáar konur að veiða
þegar ég var barn. Það var hún Hrefna í
Veiðisporti og kannski 1-2 aðrar. Þetta er
svolítið breytt núna og gaman að því. Af
öðrum uppáhaldsstöðum get ég nefnt
Veiðivötn og hálendið almennt, og svo
finnst mér mjög gaman að veiða í litlum og
fallegum fluguveiðiám í fallegu umhverfi.
Þær eru ófáar hér á landi.“
„Stangveiðimennskan færir mann á endanum
að jafnvægi. Hún kennir manni hversu mikið
maður þarf. Hvar maður á að byrja og hvar maður
á að hætta. Ég veiði öllum stundum, allan veturinn,
á meðan ég sef, jafnvel þótt ég kasti ekki færi
svo mánuðum skipti“