Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 103
Veiðimaðurinn 103
Fyrsta flugan sem fer út í?
„Þetta veltur nú algjörlega á því hvar maður er
staddur hverju sinni. Í vatnsmiklum ám hika ég
ekkert við að byrja bara á einhverri túpuhlussu,
eins og til dæmis Æskrím étur hann (já, flugan
heitir Æskrím étur hann). Ég hannaði þessa flugu
sjálfur þegar ég fór á fluguhnýtinganámsskeið í
þrettán ára bekk. Eftir að ég hætti að mestu að
hnýta reyndi ég að finna eitthvað í búðum sem
gæti líkst þessu og það reyndist auðveld leit, því
þýska snældan er svona 85% sama flugan. En í
laxinn almennt? Sunray, Collie Dog, Kolskeggur,
Grýla, Rauða hættan, Frances. Krókurinn, Peacock
og þannig pöddudrasl í silunginn.“
Uppáhaldsfluga?
„Það hlýtur nú bara að vera þessi fluga mín,
Æskrím étur hann. Kannski af því að pabbi tók ást-
fóstri við hana og veiddi á hana tugi laxa á tíunda
áratugnum og síðar. Svo heitir þessi túpa auðvitað
alveg fáránlegu nafni, einhver tilviljun í ljóð eftir
Halldór Laxness sem mig minnir örugglega að
heiti Ontaríó. Æskrím étur hann er raffíneruð
útgáfa af forvera sínum, flugunni Abdúlla reykir.
Ég hef líklega verið mjög skrýtinn krakki, svona
ef hugsa til þess núna. Ljóðlínuna sem þessi nöfn
byggjast á man ég hið minnsta ennþá:
Abdúlla reykir, æskrím étur hann,
er ekki sál hans skrýtinn vítahringur?
Ég var svo ekki nema svona 14-15 ára þegar stærsti
sumarlaxinn í Rangánum kom á Æskrím, rúmlega
20 punda fiskur. Þetta hefur verið svona 1992-1993
líklega og fyllti ungan fluguhnýtara nokkru stolti
enda hnýtti ég þá mikið og seldi túpur í veiðibúð-
irnar á Selfossi til að safna vasapening.“
„Æskrím étur hann er raffíneruð útgáfa af forvera sínum,
flugunni Abdúlla reykir. Ég hef líklega verið mjög skrýtinn
krakki, svona ef hugsa til þess núna. Ljóðlínuna sem þessi
nöfn byggjast á man ég hið minnsta ennþá“
102 Undir sumarhimni – sögur af veiðiskap