Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 108

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 108
108 Veiðimaðurinn 109 Veiðkonur eru skemmtilegar konur Þ egar ég gekk í félagið fyrir um tveimur árum fór ég að skoða vef- síðu félagsins og sá mjög fljótt að það var ein kona í stjórn félagsins en mjög lítið um konur í nefndum og þegar ég var að skoða þetta þá var engin kona í árnefnd,“ segir Lilja. „Mér fannst því alveg nauðsynlegt að konur myndu vera með innlegg í þessi verkefni eins og önnur og þess vegna sótti ég um. Síð- asta vor var síðan haft samband við mig og mér boðið að ganga í árefnd Langár sem ég þáði með þökkum.“ „Þegar ég gekk í félagið fyrir um tveimur árum fór ég að skoða vefsíðu félagsins og sá mjög fljótt að það var ein kona í stjórn félagsins en mjög lítið um konur í nefndum og þegar ég var að skoða þetta þá var engin kona í árnefnd,“ segir Lilja. „Mér fannst því alveg nauðsynlegt að konur myndu vera með innlegg í þessi verkefni eins og önnur og þess vegna sótti ég um. Síðasta vor var síðan haft samband við mig og mér boðið að ganga í árefnd Langár sem ég þáði með þökkum.“ Á hverju vori koma árnefndir saman til að standsetja veiðihús og merkja veiði- staði. Á meðal algengra verkefna er að mála veiðihús að innan eða utan, bera á útihúsgögn, háþrýstiþvo stéttir og jafnvel setja niður kartöflur fyrir komandi sumar. Á haustin koma árnefndirnar svo aftur saman til að ganga frá fyrir veturinn. Er þá jafnframt rennt fyrir lax eða silung – það er umbunin fyrir starfið. Var vel tekið Lilja segist ekki hafa haft neinar fyrir- framákveðnar hugmyndir um árnefndar- störfin. „Ég var ekki með neinar sér- stakar væntingar heldur mætti bara upp í Langárbyrgi, veiðihús Langár, þegar ég var boðuð þangað síðasta vor. Þar hitti ég árnefndarmenn í fyrsta skiptið og tóku þér mér strax mjög vel. Mér fannst allir vera ánægðir að fá mig og Kristínu til starfa - ánægðir með að fá smá fjölbreytni í nefndina. Við fórum nokkrar ferðir upp í Langá að vinna síðasta vor og tókum til hendinni. Þetta var skemmtilegt og alls ekki erfið vinna.“ Þegar Lilja gekk í árnefndina hafði hún aldrei veitt í Langá en það breyttist auð- vitað í haust þegar hún lokaði ánni með árnefndinni. „Mér finnst Langá æðisleg á,“ segir Lilja. „Það eru ótrúlega margir veiðistaðir í ánni og ég heillaðist af fjölbreytileikanum og auðvitað náttúrufegurðinni. Í Langá er þægilegt að komast að veiðistöðum og fiskurinn er mjög víða. Síðan er ekki verra að við veiðihúsið sjálft eru Hvítstaðahylj- irnir, sem eru mjög fallegir veiðistaðir, sem ég tengdi vel við. Það er nú oft þannig að í árnefndum eru reyndir veiðimenn og þannig er það í árnefnd Langár. Mér þótti mjög gaman að kynnast þessum mönnum og spjalla við þá um veiði. Það var mjög fræðandi og áhugavert.“ Hvetur konur til að sækja um Spurð hvers vegna hún telji að fáar konur séu í árnefndum varar Lilja: „Ég held kannski að konur hafi ekki endilega sóst eftir því að vera í árnefndum en ég myndi hiklaust hvetja þær til þess. Ég hef það á tilfinningunni að konur séu almennt að opna augun betur fyrir stangaveiði- nni. Þegar ég tala um veiði við konur þá finnst mér þær nánast alltaf vera mjög spenntar. Ég hef enn ekki hitt konu, sem hefur prófað að fara í veiðiferð og sagt á eftir að henni hafi fundist leiðinlegt. Það er örugglega til í dæminu en ég hef ekki hitt neina slíka. Síðan hef ég líka komist að einu og það er að veiðikonur eru almennt alveg ótrúlega skemmtilegar konur.“ „Þá náði ég maríulaxinum og hann mér“ Lilja kynntist fyrst laxveiði fyrir níu árum þegar hún fór í sína fyrstu veiðiferð. „Ég held kannski að konur hafi ekki endilega sóst eftir því að vera í árnefndum en ég myndi hiklaust hvetja þær til þess. Ég hef það á tilfinningunni að konur séu almennt að opna aug- un betur fyrir stangaveiðinni“. „Það eru ótrúlega margir veiðistaðir í ánni og ég heillaðist af fjölbreytileikanum og auðvitað náttúrufegurðinni“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.