Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Blaðsíða 110

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Blaðsíða 110
110 Veiðimaðurinn 111 Veiðkonur eru skemmtilegar konur „Þá fór ég í Langadalsá með nokkuð stórum hópi fólks. Mér fannst mjög nota- legt að vera við ána. Ég fékk ekki lax og í fullri hreinskilni þá féll ég ekki fyrir stangaveiðinni í þessari ferð. Það gerðist aftur á móti árið eftir en þá veiddum við bæði í Langadalsá og Hvannadalsá. Þá náði ég maríulaxinum og hann mér. Það sem heillar mig er auðvitað að tak- ast á við fiskinn en ekki síður útiveran og nálægðin við náttúruna. Síðan er það félagsskapurinn, mér finnst hann vera mjög stór hluti af upplifuninni. Maður kynnist fólki öðruvísi í veiðiferðum en annars staðar. Í veiðiferð eru allir á sömu blaðsíðunni, fólk er komið til að hafa gaman, gera vel við sig og veiða. Ef ég á að velja á milli þess að fara í helg- arferð til London eða í veiði þá vel ég alltaf veiðina - hún gerir miklu meira fyrir mig. Á sumrin vil ég miklu frekar fara í veiði en til útlanda. Ég vil njóta íslenskrar nátt- úru með góðum vinum við fallega á - ég elska það.“ Lilja segir að silungsveiðin heilli hana alveg eins og laxveiðin. „Ég fór í Laxá í Mývatnssveit fyrir tveimur til þremur árum. Það er töluvert ódýrara en að fara í laxveiði en virkilega skemmtilegt. Ég naut mín vel á bökkum Laxár. Einnig finnst mér Veiðikortið vera ómissandi. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta skroppið á Þingvelli að veiða fyrir lítinn sem engan pening.“ Draga konur fram í dagsljósið Eins og áður sagði þá gekk Kristín Ósk Reynisdóttir í árnefnd Langár á sama tíma og Lilja. Kristín hefur látið til sín taka í félagsstörfum Stangaveiðifélagsins. Fyrir um fimm árum síðan stóð hún, ásamt fleiri konum, að stofnun Kvennadeildar félagsins. Kristín segir of algengt að konur veiði „bakvið mennina sína“ eins og hún orðar það. Kvennadeildin hafi ekki síst verið stofnuð til þess að draga þessar konur fram í dagsljósið og segir hún það hafa tekist vel. Frá stofnun Kvennadeildar- innar hafi konur orðið mun meira áber- andi í félaginu. „Þetta hefur lukkast mjög vel,“ segir Kristín. „Það eru mjög margar konur sem taka þátt í viðburðum á vegum deildar- innar og síðan höfum við skipulagt veiði- ferðir. Það hefur ekki verið vandamál að fá konur til mæta í þær. Síðasta vor fórum til að mynda til Skotlands að veiða í Dee og það var alveg geggjað,“ segir hún eins og lesa má um á síðum blaðsins. Sniðugt að hafa árnefndir blandaðar Kristín, sem er nú hætt í stjórn Kvenna- deildarinnar, ákvað síðasta vor að slá til og ganga í árnefndina. „Mér fannst mjög gaman að taka þátt í störfum nefndarinnar og sjá afrakstur- inn þegar búið er að gera allt klárt fyrir sumarið. Ég er alveg viss um að flestir veiðimenn, sem koma að veiðihúsi og á, gera sér ekki grein fyrir því hversu mikil vinna liggur á bakvið að gera allt klárt. Að mínu viti er mjög sniðugt að hafa árnefndirnar blandaðar. Ég held að konur hafi kannski ekki sótt um því þær hafi haldið að þær ættu ekki möguleika á að komast inn en nú hefur það breyst. Ég er alveg viss um að fleiri konur munu fara í þessar nefndir og veit af nokkrum sem hafa sótt um. Þó ég hafi oft veitt í Langá var mjög gaman að fá að loka ánni með árnefndinni síðasta haust. Þegar maður tekur þátt í svona árnefndarstörfum þá kynnist maður ánni betur. Ég er alveg gallhörð á því að fá að merkja ána næsta vor því þannig kynnist maður henni enn betur.“ Þegar maður tekur þátt í svona árnefndarstörfum þá kynnist maður ánni betur. Ég er alveg gallhörð á því að fá að merkja ána næsta vor því þannig kynnist maður henni enn betur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.