Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Page 112
112 Veiðimaðurinn 113 Uppáhaldshylur
Uppáhaldshylur
Guðmundar Stefáns Maríassonar
Dagmálafljót
Guðmundur Stefán Maríasson, fyrrverandi
formaður SVFR, segir hér frá einum af sínum
uppáhaldsveiðistöðum og tekur stefnuna vestur.
É g fór rólega að veiðistaðnum.
Horfði á strenginn sem fellur í
hylinn og fann á mér að þarna
væri fiskur. Mér hafði áskotnast hálfur
dagur í Laugardalsá fyrir nokkrum árum.
Laugardagsmorgun fyrir verslunar-
mannahelgi.
Var svo heppinn að ég fékk að byrja í Dag-
málafljóti. Var í sumarbústað utar í Djúp-
inu og kom í Laugardalinn um 7.30. Gekk
að ánni og fór rólega. Ákvað kvöldið áður
hvað færi undir og það var lítil gárutúpa
sem fékk að skauta yfir strenginn. Hann
kom á eftir henni nánast um leið og gáran
myndaðist. Svo aftur og aftur. Það var í
fimmta rennsli sem hann tók og festi sig.
Var landað fyrir kl. 8.00 og morgninum
bjargað.
Það eru komin hátt í fjörtíu ár frá því ég
fór í Laugardalinn fyrst með tengdaföður
mínum. Fékk gott uppeldi í ánni og hef
átt margar yndislegar stundir þar.
Bæði með fjölskyldunni og síðan flottum
öðrum veiðifélögum. Þótti ekki mikið að
keyra vel á aðra klukkustund að næstu
laxveiðiá.Fyrst þótti manni Blámýrar-
fljótið vera flottast en það breyttist og
Dagmálafljótið varð minn uppáhalds-
staður í Laugardalsá.
Þetta er ekki stór staður enda er áin yfir-
leitt ekki vatnsmikil. Fallegur strengur
fellur niður í hylinn. Strengurinn er
frekar grunnur en dýpkar vel og rennsli
minnkar. Fellur svo í 90° beygju.
Þarna á ég margar minningar.
Viðureign tengdapabba við stórlax í 35
mínútur áður en hann lak af. Sáum hann
vel og var metinn 18-19 pund. Tengdó
(Jón Kristmannsson, Jonni) náði svo 23
punda síðar, en í annarri á. Þegar Dúi
vinur minn var að byrja að veiða á flugu.
Hann var með maðk í hylnum þegar hann
sá að ég var á leiðinni að kíkja á hann.
Setti hann snarlega flugu undir og þar
voru þvílík læti og fögnuður þegar hann
fékk strax lax á fluguna. Líka þegar eig-
inkonan sat við bakkann. Fiskar aðeins
að hreyfa sig og ég að setja gáruflugu yfir
hylinn. Frúin stökk upp og sagði „Sástu
þennann ?“ Ég var svolítið rogginn
þegar ég svaraði: „Já elskan, hann er á
og þú sást tökuna.“ Það eru svona minn-
ingar sem verða til þess að veiðistaður
fær sérstakt gildi og væntumþykju.
Ég vona að ég fái fljótlega tækifæri til
þess að heimsækja Laugardalsánna á ný.a
la Sveinn Þór, hefur líka fylgt honum í
veiðinni allar götur síðan, þykk og væn.
„Hann kom á eftir henni nánast um leið og gáran myndaðist.
Svo aftur og aftur. Það var í fimmta rennsli sem hann tók og
festi sig. Var landað fyrir kl. 8.00 og morgninum bjargað“.