Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 113

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 113
112 Veiðimaðurinn 113 Uppáhaldshylur Uppáhaldshylur Guðmundar Stefáns Maríassonar Dagmálafljót Guðmundur Stefán Maríasson, fyrrverandi formaður SVFR, segir hér frá einum af sínum uppáhaldsveiðistöðum og tekur stefnuna vestur. É g fór rólega að veiðistaðnum. Horfði á strenginn sem fellur í hylinn og fann á mér að þarna væri fiskur. Mér hafði áskotnast hálfur dagur í Laugardalsá fyrir nokkrum árum. Laugardagsmorgun fyrir verslunar- mannahelgi. Var svo heppinn að ég fékk að byrja í Dag- málafljóti. Var í sumarbústað utar í Djúp- inu og kom í Laugardalinn um 7.30. Gekk að ánni og fór rólega. Ákvað kvöldið áður hvað færi undir og það var lítil gárutúpa sem fékk að skauta yfir strenginn. Hann kom á eftir henni nánast um leið og gáran myndaðist. Svo aftur og aftur. Það var í fimmta rennsli sem hann tók og festi sig. Var landað fyrir kl. 8.00 og morgninum bjargað. Það eru komin hátt í fjörtíu ár frá því ég fór í Laugardalinn fyrst með tengdaföður mínum. Fékk gott uppeldi í ánni og hef átt margar yndislegar stundir þar. Bæði með fjölskyldunni og síðan flottum öðrum veiðifélögum. Þótti ekki mikið að keyra vel á aðra klukkustund að næstu laxveiðiá.Fyrst þótti manni Blámýrar- fljótið vera flottast en það breyttist og Dagmálafljótið varð minn uppáhalds- staður í Laugardalsá. Þetta er ekki stór staður enda er áin yfir- leitt ekki vatnsmikil. Fallegur strengur fellur niður í hylinn. Strengurinn er frekar grunnur en dýpkar vel og rennsli minnkar. Fellur svo í 90° beygju. Þarna á ég margar minningar. Viðureign tengdapabba við stórlax í 35 mínútur áður en hann lak af. Sáum hann vel og var metinn 18-19 pund. Tengdó (Jón Kristmannsson, Jonni) náði svo 23 punda síðar, en í annarri á. Þegar Dúi vinur minn var að byrja að veiða á flugu. Hann var með maðk í hylnum þegar hann sá að ég var á leiðinni að kíkja á hann. Setti hann snarlega flugu undir og þar voru þvílík læti og fögnuður þegar hann fékk strax lax á fluguna. Líka þegar eig- inkonan sat við bakkann. Fiskar aðeins að hreyfa sig og ég að setja gáruflugu yfir hylinn. Frúin stökk upp og sagði „Sástu þennann ?“ Ég var svolítið rogginn þegar ég svaraði: „Já elskan, hann er á og þú sást tökuna.“ Það eru svona minn- ingar sem verða til þess að veiðistaður fær sérstakt gildi og væntumþykju. Ég vona að ég fái fljótlega tækifæri til þess að heimsækja Laugardalsánna á ný.a la Sveinn Þór, hefur líka fylgt honum í veiðinni allar götur síðan, þykk og væn. „Hann kom á eftir henni nánast um leið og gáran myndaðist. Svo aftur og aftur. Það var í fimmta rennsli sem hann tók og festi sig. Var landað fyrir kl. 8.00 og morgninum bjargað“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.