Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Qupperneq 7

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Qupperneq 7
miði að vernda laxastofn Elliðaánna enn frekar. Hrygningarstofn Elliðaánna hefur farið minnkandi og langoftast verið undir undir meðaltali frá því 1990. Engin teikn eru á lofti um að sú þróun breytist nema gripið sé til aðgerða.“ Það er ekki langt síðan talið var að Elliða- árnar væru fullkomlega sjálfbærar og að veiðinýting þar væri hófleg. Annað hefur komið í ljós og því bregst stjórn SVFR við án tafar með ábyrgum hætti. Því ber að fagna en að sama skapi er skiljanlegt að margir sjái á eftir fyrra veiðifyrirkomu- lagi. Önnur veiðisvæði stangaveiðifélags- ins bjóða upp á maðkveiði og framundan er úthlutun veiðileyfa til félagsmanna fyrir komandi sumar. Vonandi munu flestir fá daga sem þeir helst óska eftir en úrval veiðileyfa er mikið. Flóran er fjölbreytt hvort sem veiða skal í ám eða vötnum landsins, hvort draumabráðin er lax, bleikja eða urriði. Ef einhver vill gleðja veiðimanninn í fjölskyldunni um jólin er gjafakort frá SVFR góður kostur. Inneign upp í veiðileyfi næsta sumars er ávísun á ævintýri. Á fyrstu árum SVFR má segja að inn- lendur veiðileyfamarkaður hafi ekki verið til og í upphafi gekk jafnvel erfiðlega að fá menn á árbakkann. En stofnfélagar SVFR lögðu grunninn. Mikill kraftur einkenndi fyrstu árin og í kjölfar leigu á Elliðaánum bættust fleiri veiðisvæði við. Árið 1945 voru félagsmenn orðnir 140 og ekki hægt að útvega þeim öllum veiðileyfi. Aðbún- aður við laxveiðiárnar á þessum tíma var frumstæður. Tjaldborgir voru reistar yfir sumarið við helstu laxveiðiárnar með trégólfum og eldunartækjum þess tíma. Það er af sem áður var. Á 20 ára afmælinu voru félagar SVFR orðnir um 700 en stangveiðimenn í Reykjavík taldir um 5.000. Í Þjóðviljanum árið 1959 kom fram að margt hefði breyst á skömmum tíma . „Nú er öldin önnur en þegar menn feng- ust ekki til að veiða, nú er slegizt um hvert veiðisvæði.“ Laugardaginn 31. maí var svo eftirfarandi tilkynning birt í Morgunblaðinu: „Samkvæmt samþykkt síðasta aðal- fundar SVFR er nú leyft, þar sem það fer ekki í bága við gerða samninga, að tveir félagsmenn, en þó ekki fleiri, megi veiða saman á stöng. Félagsmönnum er því nauðsynlegt að hafa með sér gildandi félags skírteini til veiðanna, til þess að geta sýnt gæzlumanni áður en veiðin hefst. Að öðrum kosti má búast við að a.m.k. þeim félagsmanni, sem leyfið hljóðar ekki á verði vísað frá.“ Í dag eru tugir þúsunda sem renna fyrir lax eða silung á hverju ári. Stangveiði er í dag almenningsíþrótt á Íslandi og mikil- væg atvinnugrein í fjölbreyttum byggðum landsins. Breskt hefðarfólk kynnti okkur fyrir leiknum sem við gerðum að okkar. Myrkrið grúfir nú yfir okkur hér á Norð- urslóðum en það styttist í vorið með hverjum deginum! Sól mun senn hækka á lofti um eitt hænufet á dag. Tilhlökkunin fyrir komandi veiðisumri vex. Hörður Vilberg, ritstjóri. 6 Veiðimaðurinn 7 Leiðari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.