Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Qupperneq 10
skýringa sem nefndar hafa verið eru
að umferð hafi aukist við árnar, byggð
hefur færst nær ánum, mannvirkjum á
ársvæðinu hefur fjölgað og enn mætti tína
til skipulagsmál og ljósmengun. Sumir
telja aukinni umferð við árnar um að
kenna, þróun byggðar, rennslisbreytingar
vegna virkjunar, vatnstöku, landfyllingar,
skipulagsmál, ljósmengun svo fátt eitt
sé nefnt. Aðrir benda á hrunið sem varð
í ánni þegar kýlaveiki kom upp í henni
um miðjan 10. áratug síðustu aldar, enda
sýna gögn að stofninn hefur ekki náð sér
á strik eftir það áfall. Þess fyrir utan eru
það ýmis umhverfisskilyrði sem hafa
þar einnig áhrif, eins og vatnshiti og lífs-
skilyrði í sjó. Þá verður ekki litið framhjá
því, að veiðihlutfallið í ánum hefur farið
hækkandi og mikill meirihluti veiddra
laxa hefur verið drepinn. Slíkt skiptir
því meira máli sem stofninn er minni.
Hlutfall slepptra laxa í Elliðaánum hefur
auk þess verið lægri en gerist í flestum
laxveiðiám á síðustu árum.
Elliðaárnar hafa verið heimavöllur
Stangaveiðifélags Reykjavíkur frá stofnun
þess. Félagið var m.a. stofnað í þeim til-
gangi til að standa vörð um árnar, vernda
og tryggja viðgang fiskstofna í þeim.
Markmið SVFR var sannarlega líka að efla
hróður stangaveiðinnar, hvetja til hóf-
semi í veiði og stuðla að því að veiðimenn
virði settar veiðireglur og umgangist
náttúruna af virðingu og tillitssemi. Það
höfum við gert með stolti í 80 ár.
Með hliðsjón af framangreindu má
vera ljóst að SVFR getur ekki setið hjá
þegar hætta steðjar að hinum einstaka
laxastofni Elliðaánna. Það er ljóst að
SVFR hefur ekki stjórn á mikilvægum
áhrifaþáttum í þessu tilliti, hvorki umferð
um Dalinn, skipulagsmálum né náttúru-
legum sveiflum og áföllum í lífríkinu.
Hins vegar getur SVFR lagt sitt af mörkum
með því að minnka veiðiálagið í ánum og
það hefur stjórn félagsins ákveðið að gera.
Veiðifyrirkomulagi í Elliðaánum verður
því breytt, frá og með næsta sumri.
Það er stór ákvörðun að breyta hátt í
aldargamalli veiðihefð og því hefur sú
ákvörðun verið tekinn af vel ígrunduðu
máli, þar sem stjórnin naut liðsinnis
árnefndar Elliðaánna, vísindamanna og
ráðfærði sig við fulltrúaráð félagsins. Með
hliðsjón af núverandi stöðu laxastofns
Elliðaánna og þeim vísindalegu ráð-
leggingum sem stjórn félagsins hefur
aflað hefur verið tekin sú ákvörðun að
sleppa skuli öllum veiddum laxi. Frá og
með næsta sumri verður því einungis
heimilt að veiða á flugu í Elliðaánum og
öllum fiski skal sleppt. Með því sýnir
félagið ábyrgð og stendur með náttúr-
unni, á 80 ára afmæli félagsins. Stjórn
félagsins er samstíga í þessu mikilvæga
máli, er sannfærð um nauðsyn þessarar
ákvörðunar og lítur svo á, að með henni
fái Elliðaárnar sjálfar sig í afmælisgjöf.
Margir munu fagna þessari breytingu,
en aðrir telja of langt gengið. Róttækar
breytingar kalla eðli málsins samkvæmt
á viðbrögð þar sem skoðanir eru skiptar.
Hins vegar er þessi ákvörðun tekin með
hagsmuni ánna í huga sem og framtíðar-
hagsmuni félagsins. Við viljum stuðla að
því að komandi kynslóðir fá ennfremur
að upplifa þá einstöku upplifun sem
það er að veiða á bökkum Elliðaánna.
Stjórn félagsins treystir því að félags-
menn sýni þessari ákvörðun skilning og
standi saman að því að vernda heimavöll
félagsins. Megi laxinn í Elliðaánum lifa!
Virðingarfyllst, stjórn
Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
Jón Þór Ólason
Rögnvaldur Örn Jónsson
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir
Hrannar Pétursson
Hörður Birgir Hafsteinsson
Ólafur Finnbogason
Ragnheiður Thorsteinsson
Með hliðsjón af framangreindu má vera ljóst að
SVFR getur ekki setið hjá þegar hætta steðjar
að hinum einstaka laxastofni Elliðaánna.
Það er stór ákvörðun að
breyta hátt í aldargamalli
veiðihefð og því hefur sú
ákvörðun verið tekinn af
vel ígrunduðu máli, þar
sem stjórnin naut liðsinnis
árnefndar Elliðaánna, vís-
indamanna og ráðfærði sig
við fulltrúaráð félagsins.
10 Veiðimaðurinn 11 Elliðaárnar fá sjálfar sig í afmælisgjöf