Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 14

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 14
14 Veiðimaðurinn 15 Fréttir Leirvogsá á ný til SVFR Leirvogsá er komin á ný til Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur en samningur þess efnis var undirritaður á haustdögum. Þetta eru gleðifréttir fyrir velunnara árinnar. Meðalveiði Leirvogsár síðustu tíu ára er 432 laxar en þar hafa margir átt góðar stundir. Þessa fjölbreyttu og skemmtilegu á verður því að finna í félagsúthlutun SVFR sem fer fram í byrjun nýs árs. Því er ekki seinna vænna en að hefja skipulagn- ingu komandi veiðisumars og festa sér spennandi veiðidaga. Þínar síður Hver kannast ekki við það að hafa keypt veiðileyfi um miðjan vetur en muna ekki nákvæmlega eftir því þegar sumarið skellur á um hvaða daga var að ræða? Símatal á skrifstofu SVFR eða heimsókn í Elliðaárdalinn hefur greitt úr óvissunni til þessa en stundum hafa veiðimenn lent í því að mæta of seint til leiks og missa af dýrmætum veiðidögum. Það er ótækt en á vef SVFR á síðunum þínum, geta félags- menn fundið allar upplýsingar um keypt veiðileyfi og stöðu viðskiptareiknings viðkomandi. Það er rík hefð margra veiðimanna að velja sér veiðidaga næsta sumars yfir jól og áramót og sækja um þá á vef SVFR. Þegar úthlutun liggur fyrir birtist niður- staðan á þínum síðum á vef SVFR en til að sjá þær er smellt á innskráning á forsíðu vefs SVFR. Vonandi fá flestir þau veiði- leyfi sem þeir óska eftir á komandi sumri. Fjörlegt afmælisár SVFR fagnar því á þessu ári að 80 ár eru liðin frá stofnun félagsins þann 17. maí árið 1939. Fjölmargt hefur verið gert til að minnast tímamótanna og boðið hefur verið upp á fjölda viðburða á afmælis- árinu. Vorhátíð félagsins var haldin á afmælisdeginum á heimavelli félagsins í Elliðaárdal. Fjölmargir mættu og nutu skemmtilegrar dagskrár og tóku þátt í happdrætti þar sem m.a. mátti vinna veiðileyfi í Elliðaárnar á opnunardegi ánna. Vorhátíðin hefur fest sig í sessi og ætti enginn veiðimaður að láta hana fram hjá sér fara. Daginn eftir var árshátíð félagsins endurvakin á Hótel Sögu þar sem margir áttu góðar stundir. Einstök kvikmynd sem frumsýnd var árið 1949 á 10 ára afmæli SVFR var endur- gerð og sýnd á afmælisárinu. Á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní var svo boðið upp á kastkennslu við Tjörnina í Reykjavík og sennilega í fyrsta skipti sem stangveiði er stunduð í miðborginni. Fjölmargir, bæði ungir sem aldnir, tóku þátt og reyndu sig við að skjóta línum sínum sem lengst. Boðið var upp á gönguferðir um ársvæði félagsins undir leiðsögn og félagið fram- leiddi fjölda afmælisvara sem kaupa má á skrifstofu og vef félagsins og henta vel í jólapakka veiðimanna. Ef einhver vill gera sérstaklega vel við veiðimanninn í fjölskyldunni má bæta við gjafakorti upp í veiðileyfi komandi sumars. Fluguveiðiskóli í Langá Stangaveiðifélag Reykjavíkur endurvakti síðastliðið sumar Fluguveiðiskólann við Langá. Hann var starfræktur um árabil og naut mikilla vinsælda. Vel tókst til og verður leikurinn endurtekinn sumarið 2020. Reyndir leiðsögumenn og kast- kennarar kenna veiðimönnum réttu tökin. Skólinn hentar jafnt fyrir lengra komna sem byrjendur í fluguveiði. Farið er yfir grunninn í fluguköstum, veiðiaðferðir, tækni og nálgun við veiðistaði. Helstu hnútar verða kynntir til leiks og leiðbein- ingar veittar um val á flugum við ólíkar aðstæður og veiðistaði. Einnig verða kennd grunnatriði í fluguhnýtingum. Hægt er að tryggja sér sæti í Fluguveiði- skólanum á skrifstofu SVFR. Á tveimur sólarhringum verða nemendur margs vísari auk þess að njóta fallegrar náttúru á Langárbökkum og samfélags veiðimanna. Innifalið í námskeiðsgjaldi er gisting í Langárbyrgi og fullt fæði. Þarft þú að bæta tæknina fyrir næsta sumar? SVFR-FRÉTTIR Leirvogsá er fjölbreytt og skemmtileg laxveiðiá. Þar hafa margir félagsmenn SVFR átt góðar stundir og fagnaðarefni að áin sé komin aftur til félagsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.