Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 18
18 Veiðimaðurinn 19 Reykvíkingur ársins opnaði Elliðaárnar
Reykvíkingur ársins
opnaði Elliðaárnar
Á ður en gengið var til
veiða tilkynnti Dagur B.
Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, að Helga
Steffensen hefði hlotið
þann heiður að opna Elliðaárnar sem
Reykvíkingur ársins 2019. Helgu þarf
ekki að kynna en hún hefur stýrt Brúðu-
bílnum af öryggi um áratugaskeið ásamt
Lilla sem var að sjálfsögðu með í för.
Ásgeir Heiðar var leiðsögumaður Helgu
þegar rennt var í Sjávarfossinn og var
fyrsta laxi sumarsins landað eftir
skamma stund. Veiðin gekk vel í kjöl-
farið og var óvenju vænum löxum landað
á fyrstu vaktinni.
Jón Þór Ólason, formaður SVFR, veitti
við opnunina Ólafi E. Jóhannssyni, for-
manni árnefndar SVFR við Elliðaárnar,
silfurmerki félagsins fyrir ómetanlegt
starf í gegnum árin.
Það er hátíðleg stund þegar Elliðaárnar opna hvert sumar en
það er til marks meðal félagsmanna SVFR að laxveiðisumarið
sé formlega hafið. Venju samkvæmt tók Reykvíkingur ársins
fyrstu köstin 2019 og sá silfraði lét ekki bíða lengi eftir sér.
Helga Steffesen, Reykvíkingur ársins, með fyrsta lax sumarsins.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur með glæsilegan feng.