Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 27
Það sem við erum að leita að eru ólgur,
gjótur, holur, þrengingar, rásir eða eitt-
hvað sem breytir straumlaginu í ánni. Allt
sem er öðruvísi getur verið tökustaður.
Stundum eru hyljir það stórir að fiskur
getur tekið hvar sem er, en samt hafa
slíkir hyljir bletti þar sem fiskurinn er
viljugri að taka en annars staðar.
Að öllum líkindum er þetta atriðið sem
skilur á milli manna um árangur. Þetta er
það sem reynslan ein getur kennt manni
– og maður er alltaf að læra. Ég hef hvergi
séð tæmandi lýsingu á íslensku á því
hvernig lesa eigi vatn, enda held ég að það
sé ógjörningur að gera slíkt. Eitt getum
við verið 100% viss um og það er að fisk-
urinn er í vatninu, en hvar og hvers vegna
hér en ekki þar; þar liggur reynslan. Að
minnsta kosti er nokkuð ljóst að sumir
eru betri en aðrir í því að lesa vatnið.
Stundum er hægt að sjá fiskinn jafnvel
þó að veiðimaðurinn standi ekki uppi á
hól eða hafi yfirsýn yfir staðinn, heldur
sjást þeir þegar verið er að veiða sig niður
staðinn. Stundum er hreinlega hægt að
sjá hvaða fiskar munu taka og hverjir
ekki. Straumurinn eða straumólgurnar
mynda stundum spegla í yfirborðinu og
hægt er að horfa í gegnum þá og sjá allt
sem er undir þeim. Við slíkar aðstæður
er best að koma sér fyrir, standa kyrr og
sæta svo lagi á að koma sér nær staðnum
til að sjá betur. Hreyfa sig þegar spegl-
arnir eru farnir framhjá, fylgjast vel með
straumnum og stoppa þegar næsti speg-
ill myndast. Horfa í gegnum spegilinn
og fylgja honum eftir með augunum og
rýna í vatnið og leita. Allir hyljir hafa
sín sérkenni, mismunandi liti í botn-
inum og umhverfinu og stundum eru
Fiskur leitast við að liggja þar sem straumur
er jafn og hann hefur sem minnst fyrir lífinu.
Dæmigerður fosshylur, myndin sýnir legu fiska á mismunandi stöðum.
Fiskur getur legið undir hvítfyssinu, djúpt niður á botni,
upp hallandann eða á næsta palli fyrir neðan fosshylinn sjálfan.
frávikin fiskur. Við erum að leita að
skuggum og einhverju sem passar ekki
inn í umhverfið. Í grænum hyljum leitum
við að einhverju sem er ílangt og varpar
skugga, í svörtum hyljum kíkjum við eftir
einhverju sem er ljósara og stingur í stúf
við umhverfið.
Fiskur sem er nýkominn inn í hylinn er
órólegri en þeir sem eru þar fyrir og því
er hann líklegri en hinir til að taka. Hann
syndir um og leitar að stað til að hvílast,
allt atferli hans gefur til kynna að hann sé
líklegri til að taka en fiskarnir sem fyrir
voru í hylnum.
Fiskurinn á sér aðeins einn óvin þegar
hann er kominn í ána og það er skuggi.
Því er besta leiðin til að fæla fiskinn að
varpa skugga á þann stað sem hann
liggur. Flestar ár á Íslandi eru með hyl
sem byrjar á Brú-eitthvað, Síma-eitt-
hvað og Raf-eitthvað og það helgast af
því að fiskurinn fer ekki yfir skuggann
heldur bíður færis á að fara þegar ljósið
eða birtan breytist þannig að skugginn
hverfur og/eða það kemur að honum ein-
hver ógn sem hann flýr undan.
Það er mun vandasamara en maður skyldi
ætla að horfa af brúm og það verður að
fara varlega svo að fiskurinn sjái ekki
viðkomandi, því að þegar verið er að
skyggna brúarhylji og viðkomandi sér
fiskinn er nánast öruggt að hann hefur
séð veiðimanninn.
26 Veiðimaðurinn 27 Ný veiðibók