Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Qupperneq 33

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Qupperneq 33
framkvæmdastjóra Stangaveiðifélagsins vegna veiðiáhuga eða áhuga á innra starfi félagsskaparins þá svarar hann því til að hvoru tveggja hafi ráðið för. „Það var fyrst og fremst áhugi fyrir félags­ skapnum og rekstrinum sem slíkum. Starfslýsingin talaði til mín en áhugi minn á veiði dró svo sannarlega ekki úr. Ég hef verið virkur í félagsstarfi í gegnum tíðina og þótt það skemmtilegt. Þannig að það hafði fleira en eitt áhrif þegar ég ákvað að sækja um.“ Leit að upplifun Þegar kafað er dýpra í veiðiáhuga Sigurþórs segist hann eiga erfitt með að nefna eina sérstaka á sem sitt uppáhald. „Það eru svo margar ár sem ég á eftir að skoða en ef þú gengur á mig þá er Haukadalsá í miklu uppáhaldi. Hún hefur vissan karakter og þar get ég t.d. gengið með ánni í rólegheitum sem kallar mjög til mín í veiði. Þar eru fjölbreyttir veiðistaðir og stutt á milli þeirra. Já, Haukadalsá hefur eitthvað sem ég finn kannski síður annars staðar. En svo kom það mér á óvart þegar ég fór í Laxárdalinn í sumar, sem er svo mjög ólík Haukadalsánni, að ég upplifði þessa sömu tilfinningu. Náttúrufegurðin er svo ofboðsleg, og áin sjálf svona fjölbreytt veiðisvæði frá Mývatni og til ósa. Ótrúlegt vistkerfi,“ segir Sigurþór en bætir við að hann hafi líka gaman að vatnaveiði. „Ég útiloka ekkert og langar til að upplifa svo margt fleira í veiði. En félagsskapurinn skiptir kannski mestu máli. Ég held að stór hluti veiðimanna geti vottað um það sama. Það er þessi samverustund við ána eða vatnið sem gefur svo mikið. Tengingin á milli manna verður svo miklu sterkari en annars staðar. Það er satt sem sagt er; ef þú vilt kynnast einhverjum vel þá er það best gert í vöðlum,“ segir Sigurþór. Blautur í vöðlum Sigurþór er ekki kominn á þann stað að vera fastagestur veiðiverslana við græju­ kaup. „Þegar ég var að byrja þá lánaði Óli mér vöðlur sem hann hafði notað lengi. Fínar vöðlur ef ekki hefði verið fyrir gat í klofinu. Vandamálið við ána var að það leit út fyrir að ég hefði ekki gert annað í 20 ár en að veiða. Svo alltaf þegar ég mætti og klæddi mig í vöðlurnar þá héldu menn að þar færi veiðimaður hokinn af reynslu og spurðu mig því gjarnan ráða, sem ég gat ekki fyrir mitt litla líf veitt. Það skýrði svo spurnarsvipinn á andlitum þeirra þegar ég byrjaði að kasta. Þá komust þeir örugg­ lega að þeirri niðurstöðu að maðurinn og vöðlurnar ættu ekki saman,“ segir Sigurþór brosandi en bætir við að vissulega hafi hann áhuga á góðum veiðibúnaði enda upplifun hans eftir að hafa veitt í nokkur ár í vöðlunum hans Óla, að það er betra að vera ekki blautur í lappirnar heilu og hálfu veiðidagana. Ég útiloka ekkert og langar til að upplifa svo margt fleira í veiði. En félagsskapurinn skiptir kannski mestu máli. Facebook.com/VeidibudKef HAFNARGATA 21 KEFLAVÍK SÍMI: 625-5253 32 Góður vinur endurvakti veiðiáhugann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.