Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 43

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 43
öðru fremur örvæntinguna sem greip um sig en hvort af þessum vatnsmiðlunum verður mun tíminn leiða í ljós. Það segir líka sína sögu að veiðimenn sem stundað höfðu Gljúfurá í Borgarfirði í marga áratugi í ágústmánuði þurftu fá leiðsögn til að komast á ósasvæði árinnar síðasta sumar. Var það einfaldlega vegna þess að þangað höfðu þeir aldrei áður þurft að fara til að finna fisk. 28.800 laxa sumar Þegar Hafrannsóknarstofnun gaf nú í október út bráðabirgðatölur fyrir lax- veiðina síðasta sumar fékkst staðfesting á því sem marga grunaði. Laxveiðisumarið var eitt það versta frá því byrjað var að taka saman veiðitölur. Samkvæmt bráða- birgðaútreikningum veiddust 28.800 laxar síðasta sumar, sem gerir árið 2019 að sjö- unda lakasta laxveiðiárinu frá árinu 1974. Í bráðabirgðatölum Hafrannsóknarstofn- unar fyrir síðasta sumar eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr slepp- ingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangaveiði (veitt og sleppt). „Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu (ekki úr seiðasleppingum), að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er lík- legt að heildarstangveiðin árið 2019 hefði orðið um 20.000 laxar, sem væri minnsta stangaveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunar um málið. Árið 2018 veiddust tæplega 45.300 laxar á landinu öllu. Þegar horft er á lands- hluta þá minnkaði veiðin á milli áranna 2018 og 2019 í öllum landshlutum nema á Norðurlandi Eystra og Austurlandi Samanburður við 2012 og 2014 Þegar heildarveiði frá aldamótum er skoðuð kemur í ljós að síðasta sumar er það lakasta síðan árið 2000 en þá veiddust um 27.300 laxar í íslenskum ám. Meðalveiði frá aldamótum er um 49.800 laxar og var veiðin síðasta sumar því ríflega 40% lakari en í meðalári. Hin síðari ár hefur oft verið talað um árin 2012 og 2014 með skelfingu en þess má geta að árið 2012 veiddust þó tæplega 34.800 laxar og árið 2014 veiddust 33.600 laxar. Þessar tölur setja veiðina síðasta sumar í ágætt samhengi. „Hörmungarárin“ 2012 og 2014 teljast bara ansi góð í samanburði við ólánsárið 2019 þegar allt virtist hjálpast að við að gera veiðimönnum erfitt fyrir; þurrkatíð, hlýindi og slakar smálaxagöngur á Suður- og Vesturlandi. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að það sem standi upp úr eftir síð- asta sumar sé lítil laxagengd á sunnan- og vestanverðu landinu og svo náttúrlega fordæmalaust lítið rennsli í ám á Suður- og Vesturlandi. „Yfirleitt endurspeglar veiðin laxgengd- ina þegar upp er staðið í lok sumar,“ segir Guðni. „Smálaxagöngur voru lélegar á Suður- og Vesturlandi, þar sem klakár- gangurinn frá 2015 (hrygning 2014) átti að standa undir veiði en sá árgangur hafði mælst fremur slakur. Ofan á það bættust lélegar heimtur úr sjó. Tölur um endur- heimtur liggja ekki en fyrir en ljóst er af veiðitölum og fiskgengd í Rangárnar að þær hafa verið lágar en tengsl hafa verið á milli endurheimta hafbeitarseiða og villtra seiða.“ Yfirleitt ganga fiskar til hrygningar þegar ár verða fiskgengar og þeir finna sig örugga. Ef fiskar bíða lengi eftir göngufæri til að komast úr sjó þá geta orðið afföll, það er þekkt á Bretlandseyjum. Við vitum ekki af slíku hér en það gæti mögulega hafa gerst. Áhrif vatnsleysis á göngur Guðni segir að vorið 2018 hafi verið í kaldara lagi þegar seiði voru að ganga út sunnan- og vestanlands. „Á Austurlandi, í Þistilfirði og Vopnafirði, var 2018 hins vegar hlýtt og þar gengu út fleiri en einn árgangur. Stórlaxinn 2019 á því svæði var slakur og í takti við smá- laxagengdina 2018. Aftur á móti var smá- laxagengd og veiði 2019 ágæt á því svæði og laxinn nokkuð vel haldinn. Það boðar gott fyrir stórlax á því svæði 2020.” Spurður hvaða áhrif svona vatnsleysi, eins og var víða síðasta sumar, hafi á laxagengd svarar Guðni: „Yfirleitt ganga fiskar til hrygningar þegar ár verða fiskgengar og þeir finna sig örugga. Ef fiskar bíða lengi eftir göngufæri til að komast úr sjó þá geta orðið afföll, það er þekkt á Bretlandseyjum. Við vitum ekki af slíku hér en það gæti mögulega hafa gerst. Þá er líka mögulegt að súrefnisleysi vegna lítils rennslis hafi áhrif á laxagöngur. Það er einnig spurning hvort lítið rennsli hafi áhrif á vöxt og afföll seiða í ám. Við eigum eftir að greina tölur varðandi þann þátt.” Gæti ræst úr næsta sumri Nú horfa sumir veiðimenn hýru auga til næsta laxveiðisumars og benda í því samhengi á að árið 2015 hafi verið gríðar- lega gott laxveiðiár og því hljóti hrygn- ingarstofninn frá þeim tíma að hafa verið sterkur. Það hljóti að skila sér í árnar á næsta ári. „Þetta er rétt og vekur góðar vonir og ég held að það rætist vel úr veiðinni næsta sumar,” segir Guðni en bendir um leið á að endurheimtur úr sjó sé ávallt óvissuþáttur. Með fyrirvörum um vatnsrennsli og tíðar- 42 Veiðimaðurinn 43 Ólánssumarið 2019
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.