Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Side 46

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Side 46
Úrkoman sett í samhengi Veiðimenn á sunnan- og vestanverðu landinu stigu regndans í allt sumar en allt kom fyrir ekki. Veiðimanninum lék forvitni á að vita hvernig úrkoman var í samhengi við síðustu sumur. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kannaði úrkomu í Stykkishólmi, sem hann segir endurspegla ágætlega ástand mála Vestan- og Sunnanlands eða frá Dölum og suður að Ölfusá eða Þjórsá. Einar segir að í Stykkishólmi hafi saman- lögð úrkoma í maí, júní og júlí verið 79,5 mm, sem sé um 68% af meðalúrkomu sömu mánaða. Hann segir að frá og með 2007 hafi þurrkasumrin verið æði mörg, raunar svo mörg að það geti varla verið helber tilviljun. Sem dæmi hafi úrkoman árið 2007 verið 61% af meðalúrkomu. Árið 2010 hafi úrkoman verið 41% af meðalúr- komu, 2012 var hún 55% af meðalúrkomu og árið 2015 var hún 44% af meðalúrkomu. „Það sem einkenndi hins vegar síðasta sumar umfram annað voru fádæmi hlý- indi snemma í vor,“ segir Einar. „Þannig var apríl sá hlýjast frá upphafi mælinga svo sem í Stykkishólmi, Reykjavík og á Hveravöllum. Þetta þýðir að allan snjó tók upp til fjalla og vatn rann fram löngu áður en veiði hófst. Snemmsumars bætir leysing á snjó og jarðklaka á heiðum og til fjalla oft upp þurrt snemmsumarið. Því var einfaldlega ekki að heilsa nú.” Að sögn Einars væri fróðlegt að skoða leitni í úrkomu þessara þriggja mánaða síðustu 100 árin eða svo. Gögnin séu til. „Ég veit að ársúrkoman hefur aðeins verið að gefa eftir vestanlands á meðan ársúr- koman hefur farið hækkandi um austan- vert landið. Hugsanlega er útslagið meira á vorin og snemmsumars? Þetta eru svo sem vangaveltur fremur en niðurstaða einhverra rannsókna,” segir Einar og fyrir áhugasama bendir hann á að í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sé talað um verulegar sveiflur á áratuga- kvarða í rennslisháttum vatna sunnan- og vestanlands. Það sem einkenndi hins vegar síðasta sumar umfram annað voru fádæmi hlýindi snemma í vor. Þetta þýðir að allan snjó tók upp til fjalla og vatn rann fram löngu áður en veiði hófst. Snemmsumars bætir leysing á snjó og jarðklaka á heiðum og til fjalla oft upp þurrt snemmsumarið. Því var einfaldlega ekki að heilsa nú. Bestu jóla & nýárskveðjur Mörkin 6 - 108 Reykjavík - 5687090 - www.veidivon.is 46 Ólánssumarið 2019
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.