Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Side 47
Úrkoman sett í samhengi
Veiðimenn á sunnan- og vestanverðu
landinu stigu regndans í allt sumar en
allt kom fyrir ekki. Veiðimanninum lék
forvitni á að vita hvernig úrkoman var
í samhengi við síðustu sumur. Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur kannaði
úrkomu í Stykkishólmi, sem hann segir
endurspegla ágætlega ástand mála Vestan-
og Sunnanlands eða frá Dölum og suður
að Ölfusá eða Þjórsá.
Einar segir að í Stykkishólmi hafi saman-
lögð úrkoma í maí, júní og júlí verið 79,5
mm, sem sé um 68% af meðalúrkomu
sömu mánaða. Hann segir að frá og með
2007 hafi þurrkasumrin verið æði mörg,
raunar svo mörg að það geti varla verið
helber tilviljun. Sem dæmi hafi úrkoman
árið 2007 verið 61% af meðalúrkomu. Árið
2010 hafi úrkoman verið 41% af meðalúr-
komu, 2012 var hún 55% af meðalúrkomu
og árið 2015 var hún 44% af meðalúrkomu.
„Það sem einkenndi hins vegar síðasta
sumar umfram annað voru fádæmi hlý-
indi snemma í vor,“ segir Einar. „Þannig
var apríl sá hlýjast frá upphafi mælinga
svo sem í Stykkishólmi, Reykjavík og á
Hveravöllum. Þetta þýðir að allan snjó
tók upp til fjalla og vatn rann fram löngu
áður en veiði hófst. Snemmsumars bætir
leysing á snjó og jarðklaka á heiðum og til
fjalla oft upp þurrt snemmsumarið. Því var
einfaldlega ekki að heilsa nú.”
Að sögn Einars væri fróðlegt að skoða leitni
í úrkomu þessara þriggja mánaða síðustu
100 árin eða svo. Gögnin séu til.
„Ég veit að ársúrkoman hefur aðeins verið
að gefa eftir vestanlands á meðan ársúr-
koman hefur farið hækkandi um austan-
vert landið. Hugsanlega er útslagið meira
á vorin og snemmsumars? Þetta eru svo
sem vangaveltur fremur en niðurstaða
einhverra rannsókna,” segir Einar og fyrir
áhugasama bendir hann á að í skýrslu
vísindanefndar um loftslagsbreytingar
sé talað um verulegar sveiflur á áratuga-
kvarða í rennslisháttum vatna sunnan- og
vestanlands.
Það sem einkenndi hins vegar síðasta sumar
umfram annað voru fádæmi hlýindi snemma
í vor. Þetta þýðir að allan snjó tók upp til fjalla
og vatn rann fram löngu áður en veiði hófst.
Snemmsumars bætir leysing á snjó og jarðklaka
á heiðum og til fjalla oft upp þurrt snemmsumarið.
Því var einfaldlega ekki að heilsa nú.
Bestu jóla & nýárskveðjur
Mörkin 6 - 108 Reykjavík - 5687090 - www.veidivon.is
46 Ólánssumarið 2019