Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 64

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 64
að verðið væri á bilinu sjö hundruð þús- und til ein milljón króna.“ Endurnýting er mál málanna í dag og Hörður hnýtir flugurnar þannig að hann geti rakið þær upp síðar ef hann vantar tilteknar fjaðrir í nýja flugu vegna þess hversu dýrt og sjaldgæft efnið í þær er. Til dæmis Indian Crow, sem hefur ekk- ert með Indland að gera heldur fjaðrir af krákum úr frumskógum Suður-Ameríku sem lifa á ávöxtum og feitum möðkum. Sennilega verðmætustu fjaðrir sem til eru í heiminum í dag og er að finna í flestum klassísku laxaflugunum. Svartar og app- elsínugular. Mögnuð blanda. Fjaðraþjófurinn Hráefnið er dýrt og eftirsótt og fjaðrirnar hafa freistað margra í gegnum tíðina. Tvítugur bandarískur flautuleikari og fluguhnýtari hrasaði til að mynda á braut réttvísinnar árið 2009 þegar hann braust inn á náttúrugripasafn í London og stal nærri 300 uppstoppuðum sjald- gæfum fuglum að verðmæti einni milljón dollara. Markmiðið var að fjármagna tón- listarnám sitt og losa foreldra sína úr fjárhagskröggum sem þau höfði lent í vegna missheppnaðs eldis á Labrador hundum. Öryggisverðir sem voru að horfa á fótbolta sváfu á verðinum en upp komst um kauða um síðir og sagan hefur verið gefin út á bók þar sem m.a. er lýst leitinni að Paradísarfuglinum í fjarlægum frum- skógum um miðja 19. öldina. Enginn fugl þótti fegurri. Hvernig komst Hörður yfir litríku fjaðr- irnar sem hann notar? „Ég var svo heppinn að áður en ég tók mér hlé frá fluguhnýtingunum þá fór ég alveg yfir um í vitleysunni og keypti mikið af efni. Ég var með mjög góð sambönd og sankaði að mér fjöðrum úr ýmsum áttum. Það hvatti mig eiginlega til þess að byrja aftur. Ég hugsaði með mér ... fokk ... ég er með efni fyrir fleiri milljónir ... og það bara liggur hér. Enginn að fara að nota það. Þannig að ég varð bara að nýta það sjálfur.“ Á meðan Hörður tók sér hlé frá hnýt- ingunum fennti yfir viðskiptasamböndin en mikið af því efni sem hann tryggði sér á sínum tíma er erfitt að fá í dag eða jafnvel útilokað. „Nánast vonlaust. Það er stundum hægt á netinu en verðin hafa „Ég var svo heppinn að áður en ég tók mér hlé frá flugu- hnýtingunum þá fór ég alveg yfir um í vitleysunni og keypti mikið af efni. Ég var með mjög góð sambönd og sankaði að mér fjöðrum úr ýmsum áttum.“ Indian Crow IV stærð 6/0. Hnýtt úr verðmætustu fjöðrum heimsins. Veiðimaðurinn 65 64 Litríkar listaverkaflugur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.