Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Qupperneq 75

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Qupperneq 75
74 Veiðimaðurinn 75 Að gera tómstundagaman sitt að vinnu Forfallinn veiðiáhugamaður Albert, sem fæddist árið 1906 í Skorra- dal í Borgarfirði, sat um árabil í stjórn Stangaveiðifélagsins. Ennfremur var hann með diplóma frá The London School of Casting, Varð hann góðvinur eiganda þess skóla, Captain T.L. Edwards, sem var heimsmeistari í fluguköstum og vel þekktur á meðal íslenskra veiðimanna enda stundaði hann oft veiði hérlendis. Á sjötta áratug síðustu aldar stofnaði Albert Kastklúbb Íslands og kenndi því fjölda fólks að kasta flugu. „Flestir Íslendingar, sem nokkru sinni hafa „veifað priki” og fjöldi útlendinga þekkja „Albert í Veiðimanninum“. Íslensk sportveiðimennska og þeir sportveiði- menn, sem alist hafa upp á síðustu áratugum og annt er um heiður sinn, eiga Alberti meira að þakka en þá flesta grunar,“ segir í greininni frá 1981. Albert lést árið 1990. „Það segir sig sjálft að maður, sem stofnar veiðarfæragerð og byrjar innflutning og sölu á sportveiðar- færum, hefur mikinn sportveiðiáhuga,“ segir í minningargrein Jóns R. Steindórs- sonar, tengdasonar Alberts, sem birtist í Morgunblaðinu í október árið 1990. „Sá áhugi risti svo djúpt í Albert að eins og Laxá í Þingeyjarsýslu fer um fagra bakka sína hljóðlát og tíguleg, svo fór hin sama elfa innra með honum sjálfum þá daga sem hann hnýtti þar flugu á taum á hverju sumri í fimmtíu ár. Þar varð að fara að öllu með gát og virðing hans fyrir ánni og árbúum var mikil.“ Ólafur og María Anna kaupa reksturinn Í byrjun árs 1998 keyptu hjónin Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen rekstur Veiðimannsins, sem þá var til húsa við Hafnarstræti 5. Þau keyptu raunar ekki nafnið sjálft heldur leigðu það um tíma eða þar til þau hjón ákváðu að breyta nafni verslunarinnar í Veiðihornið, enda var húsið á horni Hafnarstrætis og Naust- anna. Þegar Veiðimaðurinn fór í þrot árið 2008 keyptu Ólafur og María Anna nafnið og merkið af þrotabúinu. Ólafur segir að nafnið hafi í raun verið geymt ofan í skúffu þar til árið 2016 að nafni Veiðilagersins var breytt í Veiðimanninn. Í dag reka þau Veiðihornið í Síðumúla og verslunina Veiðimanninn, sem er við Krókháls 4. „Saga Veiðimannsins er mjög merkileg,“ segir Ólafur. „Eftir því sem ég kemst næst stofnaði Albert Veiðiflugugerð Íslands árið 1938 og hafði fyrirtækið aðsetur á Lækjartorgi. Þarna var hann með konur í vinnu við að hnýta flugur. Árið 1940 flytur hann fyrirtækið í Hafnarstræti 22 í hús sem kallað var Smjörhúsið og þar rak hann Veiðimanninn í fjölda ára eða allt þar til hann flytur starfsemina í Hafnar- stræti 5, Tryggvagötu megin. Árið 1987, þegar Ingólfsapótek flutti í Kringluna færði Veiðimaðurinn sig nokkra metra yfir í það rými, sem einnig er við Hafnarstræti 5, eða á horni Nausta og Hafnarstrætis.“ Svolítið mikið „tweed“ Bretinn Paul O’Keefe, rak verslunina á þessum árum en þess má geta að helstu umboð Veiðimannsins voru ABU og Hardy. „Hann innrétta verslunina glæsilega og ekkert til sparað í þeim efnum. Að mínu viti var þetta glæsilegasta veiðibúið landsins þá en hún var því marki brennd að vera kannski aðeins of bresk - svolítið mikið mikið „tweed“, segir Ólafur og brosir. „Vöruvalið var ekki alveg í takt við þarfir íslenskra nútíma veiðimanna.“ Árið 1998 var rekstur Veiðimannsins aug- lýstur til leigu. „Við María skoðuðum það en höfðum ekki áhuga,“ segir Ólafur. „Við sögðumst hins vegar hafa áhuga á að kaupa reksturinn. Ég hafði á þessum tíma unnið lengi hjá Hagkaupi eða í fjórtán ár og hjá Útilífi í tvö ár. Það blundaði alltaf í okkur að standa á eigin fótum enda höfðum við bakgrunn í fjármálum, smásölu og bókhaldi. Bæði vorum við síðan með brennandi veiði- dellu. Úr varð að við keyptum rekstur þessarar elstu veiðiverslunar landsins í febrúar 1998. Síðar frétti ég að ömmu- systir mín hafði starfað við að hnýta flugur hjá Alberti í Veiðiflugugerð Íslands, sem og ein frænka mín í föðurætt, sem sýnir nú hvað þetta er lítið land sem við búum í.“ Ólafur segir að þau hjón hafi strax hafist handa við að bæta verslunina. „Við héldum lista yfir þær vörur sem voru í uppáhaldi hjá okkur og við töldum bestar og höfðum samband við birgja. Þar á meðal eru þau tvö stóru merki sem við erum enn með í dag - Sage og Simms. Það er gaman að segja frá því að í dag erum við fjórði stærsti dreifingaraðili Sage í heimi. Þegar við tókum Simms inn í okkar verslanir fyrir tuttugu árum þá var fyrirtækið að stíga sín fyrstu skref í mark- aðssetningu á Gore-Tex öndunarvöðlum. Ég flutti reyndar inn fyrstu Gore-Tex vöðlurnar þegar ég var framkvæmdastjóri hjá Útilífi. Þetta voru ítalskar vöðlur og þegar ég mætti í þeim í veiði í Haffjarðará fyrir svona 25 árum þá ráku menn upp stór augu og töldu að þetta gæti varla verið vatnshelt. Á þessum tíma voru nátt- úrlega allir í Neoprene-vöðlum.“ Sá áhugi risti svo djúpt í Albert að eins og Laxá í Þingeyjarsýslu fer um fagra bakka sína hljóðlát og tíguleg, svo fór hin sama elfa innra með honum sjálfum þá daga sem hann hnýtti þar flugu á taum á hverju sumri í fimmtíu ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.