Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 78

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 78
78 Veiðimaðurinn 79 Að gera tómstundagaman sitt að vinnu Þegar hjónin Ólafur Vigfússon og Annar María Clausen keyptu rekstur Veiði- mannsins árið 1998 fylgdu með í kaup- unum nokkrir dýrgripir. „Við eigum nokkuð af gömlum stöngum, hjólum, ífærum, háfum og öðru sem tengist stangaveiði,“ segir Ólafur. „Við eigum líklega um 30 gamlar stangir og er sú elsta frá árinu 1860. Það er stór og öflug tvíhenda með stóru tréhjóli. Sú stöng er ómerkt þannig að ég veit ekki hver framleiddi hana. Stöngin er ekki gerð úr bambus, líkt og margar þessar gömlu stangir, heldur úr Suður-Amerískum harðvið. Fyrir allnokkrum árum keypti ég einnig gamla Hardy-stöng sem hafði verið í eigu upptökustjóra „His Master's Voice“ (HMV) sem kom til þess að taka upp á Alþingis- hátíðinni árið 1930, þegar þess var minnst að þúsund ár voru liðin frá stofnun alls- herjarþings árið 930. Þessi maður fór með Haraldi V. Ólafssyni í Fálkanum til veiða í Grímsá og gaf honum stöngina. Ég keypti stöngina síðan af syni Haraldar. Þetta er nánast ónotuð stöng og fyrir vikið sér varla á henni. Mér þykir mjög vænt um þessa stöng því ég þekki söguna á bakvið hana. Ég á líka tvær stangir og hjól sem eru merkt Thors-fjölskyldunni og hafa því væntan- lega verið mikið notaðar í Haffjarðará, þar sem Thor Jensen og fjölskylda hans áttu allan veiðirétt á fyrri hluta síðustu aldar. Stöngin er merkt „Dick Thors“ sem er væntanlega gælunafn Richard Thors. Líkt og stöng upptökustjórans þá eru þetta Hardy-stangir en Hardy var aðalmerkið á þessum tíma og fram eftir síðustu öld.“ Að sögn Ólafs smíðaði Hardy árið 1902 hjól sem nefndist Hardy Perfect og var það smíðað í þremur stærðum. Árið 1912 var sett á markað laxahjól undir sama merki í þremur stærðum. „Í tilefni af 100 ára afmæli þessara hjóla árið 2002 voru hjólin endurgerð af Hardy. Þau voru einungis smíðuð í 250 eintökum og ég á númer 15 í báðum settum, silunga- og laxahjól. Þetta var viðhafnarútgáfa og hjólin komu í fallegum kössum, þeim fylgdu meira að segja hvítir hanskar til að handleika hjólin,“ segir Ólafur og brosir út í annað. „Eini munurinn er sá að í upphaf- legu útgáfunni var fílabein í handfanginu en eðli málsins samkvæmt er það ekki í þessum hjólum. Hjólunum fylgja síðan tvær tegundir af hjólfótum. Annar er til þess að hægt sé að festa það í hjólastæðið á gömlu bambusstöngunum en hinn passar í stæðið á nútíma stöngum.“ Ólafur segist ekki vita hvort margir hér- lendis safni gömlum veiðibúnaði. „Það eru vafalaust einhverjir. Ég veit að Þorkell heitinn Fjeldsted í Ferkjukoti átti safn. Einnig á Stangaveiðifélagið eitthvað af búnaði. Það er að mínu viti mjög mikilvægt sagan sé varðveitt - að haldin sé skrá yfir gamlar stangir, hjól og þess háttar. Þegar fram líða stundir þá verða mikil verðmæti fólgin í því.“ Að sögn Ólafs er reglulega haft samband við hann vegna gamalla stanga sem fólk hefur gjarnan fengið arf og vill koma í verð. „Yfirleitt eru þessari stangir í fjórum hlutum og auka toppur. Ef allir þessir hlutar eru óaðfinnanlegir, ekkert verið gert við stöngina eða hún farin að vinda upp á sig, þá eru stöngin einhvers virði. Um leið og eitthvað sér á stönginni þá er hún svo að segja verðlaus, kannski hægt að fá 10 til 20 þúsund krónur fyrir hana. Ég segi alltaf að ef einhver kærkomin hafi átt stöngina þá eigi viðkomandi að eiga stöngina sjálfur eða gefa börnunum sínum hana. Stöngin er miklu meira virði þannig en að selja hana fyrir jafnvirði þess sem það kostar að fylla bensíntank á jeppa. Það er því óhætt að segja að dýrgripirnir séu ekki alltaf metnir til fjár.“ Dýrgripirnir ekki alltaf metnir til fjár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.