Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 85

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 85
M argir sem veiða á stöng hafa þá sögu að segja að áhuginn hafi smitast frá einhverjum nákomnum. Oft er upphafið tengt sam- vistum fjölskyldu við veiðivatn eða á. Aðrir byrja að veiða á bryggjunni. Bræð- urnir sem hér um ræðir - þeir Alexander 11 ára og Thomas Ari 12 ára Arnarssynir - hafa aðra sögu að segja og sanna það svo ekki verður um villst að vegir veiðigyðj- unnar eru órannsakanlegir. Sumarið 2017 - þegar þeir voru níu og tíu ára gamlir - fengu þeir þá hugmynd að fara að veiða. Þess vegna var stöngin hans langafa tekin með í sumarbústaðarferð fjölskyldunnar að Úlfljótsvatni, hvar þeir fóru allra fyrst að renna fyrir silung. „Pabbi sýndi okkur hvernig átti að gera þetta og okkur fannst þetta bara strax geð- veikt,“ segir Thomas Ari brosandi. Það er kannski ofsagt að augun í þeim bræðrum hafi lýst upp eldhúsið þegar þeir rifja upp þennan fyrsta veiðidag, en ekki þegar spurt er um hvort þeir hafi sett í fisk. „Ég fékk fjögurra punda bleikju“, segir Alexander skiljanlega stoltur. „Fyrst fannst mér þetta mjög skrítið. Svo hélt ég að ég hefði misst hann. Það var svona í þrjár sek- úndur, en svo náði ég honum upp í bátinn.“ „Og ég fékk aðra sem var tvö pund,“ bætir Thomas Ari við og lítur til bróður síns. Það fer ekki hjá því að nú þegar sé komin upp smá keppni á milli þeirra bræðra. „Svo borðuðum við fiskana. Þeir voru rosa- lega góðir,“ segir Alexander og við erum sammála því allir þrír að ekkert jafnast á við fisk sem maður hefur veitt sjálfur. Mamma strákanna, Dröfn Harðardóttir, brosir til strákanna sinna og grípur svo mynd af stofuveggnum sem var tekin þennan dag. Þegar myndin er skoðuð, af þeim bræðrum með veiðina, fer það ekki framhjá neinum að þessir tveir munu veiða alla ævi. Dröfn segir frá því að þegar langafi þeirra bræðra dó - hann Ólafur Halldórsson - þá skildi hann eftir sig mikið af veiðibúnaði. Ólafur hafði mikinn áhuga á veiði og fór víða til að renna fyrir silung og lax. Það er þó kenning Drafnar að veiðidellan hafi hlaupið yfir eina kynslóð. „Þeir bræður eru alveg sjúkir, öfugt við okkur,“ segir Dröfn og bætir við að nú njóti synir hennar þess að veiðidótið hans langafa var allt geymt á góðum stað. Veiðikortið í vinning En eins og fyrr segir þá hitti Ingimundur Bergsson, hugmyndasmiður og umsjónar- maður Veiðikortsins, þá bræður við Elliða- vatn. Ástæðan fyrir því að Elliðavatn var heimsótt í sumar sem leið - og það margoft - var góður árangur þeirra bræðra í fót- bolta. Þeir eru harðir Valsarar og fengu Veiðikortið að gjöf frá foreldrum sínum eftir góðan árangur á N1 móti á Akureyri. „Þeir voru búnir að tala um það fyrr um sumarið hvort þeir gætu ekki fengið veiði- kortið svo þeir gætu nýtt sumarið í að veiða en þá sagði ég við þá að ef þeir myndu standa sig vel á Akureyri þá fengju þeir kortið. Þeir stóðu sig að sjálfsögðu frá- bærlega og liðið allt og það var því þar fyrsta sem við gerðum þegar við komum til Reykjavíkur, stoppuðum á N1 og keyptum veiðikortið,“ segir Dröfn en strákarnir segja að í Elliðavatninu hafi þeir ekki fengið mikið - og kannski bara einn eða tvo. Spurðir hvort þeir vissu um orðspor Elliða- vatns, og hversu erfitt það getur verið að fá silunginn til að taka þar, segjast þeir aldrei hafa heyrt það - greinilega ómeð- vitaðir um að vatnið er oft kallað háskóli fluguveiðimannsins. Á leið þaðan hefur margur veiðimaðurinn nefnilega komið við í fiskbúð en það truflar þá bræður ekkert og lýsa því yfir að Elliðavatn verði heimsótt næsta sumar - og það oft. „Við sáum nefnilega einhvern gæja vera að veiða þarna. Hann fór langt út í vatnið og fékk örugglega tíu fiska,“ segir Thomas Ari. Það hefur þegar fengist staðfest í stuttu spjalli við þá bræður að veiðidellan er komin til að vera. En hvað finnst þeim mátulegt að veiða marga daga á hverju sumri. Þessi spurning virðist koma þeim bræðrum í opna skjöldu og hafa kannski ekki hugsað sinn veiðiskap á þessum nótum. „Kannski eru 30 dagar mátulegt,“ segir Alexander hugsi. Hann segir líka frá því að mamma þeirra eða pabbi skutli þeim í veiði í Elliðavatn. „Við erum kannski í tvo, þrjá klukkutíma í einu. Það er mátulegt. Svo hringjum við bara þegar á að sækja okkur,“ segir hann en þeir bræður hafa góðan tíma til að stunda margs konar íþróttir og til að fara að veiða. Það er líka ástæða fyrir því að nægur tími gefst í þessi áhugamál. Þeir spila nefnilega enga tölvuleiki. Ekkert flókið. Það eru bara allar flugur góðar ef maður veiðir eitthvað á þær. Thomas Ari (12 ára) 84 Veiðimaðurinn 85 Veiðidellan úr lausu lofti gripin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.