Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Side 93

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Side 93
V eiðikappanum verður ek k i lýst í sm á at- riðum hér en hann þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum. Ötull bar- áttumaður fyrir sjálfstæði Íslendinga, heimsfrægur glímukappi og athafna- maður sem reisti og rak Hótel Borg. Síð- ast en ekki síst var hann öflugur veiði- maður bæði með stöng og byssu en á árunum upp úr 1930 hóf hann að sækja í Borgarfjarðarárnar og vestur á Mýrar. Jóhannes byrjaði að kasta spúni en komst fljótt upp á lagið að kasta flugu. Jóhannes hafði smekk fyrir góðum veiðibúnaði. Frásögn SVFR byggir m.a. á bók Stefáns Jónssonar, Lífsgleði á tréfæti, en Stefán var einn af veiðifélögum Jóhannesar. „Hann átti bestu stengur, hjól og línur sem völ var á og sérpantaði allt frá Hardy. Einkanlega voru flugulínurnar hans athyglisverðar. Allt voru það silkilínur með ýmsu sniði. Sumar voru mislitar, þanig að veiðimaðurinn gat ráðið af litnum hversu langt hann hefði úti. Aðrar voru blandaðar einhverjum efnum sem áttu að tempra sökkhraðann og sennilega hafa þeir eiginleikar flugulínanna átt sinn þátt í fengsæld hans, sem stundum þótti yfirnáttúruleg.“ Jóhannes tók ár á leigu, m.a. Hítará og Norðurá sem hann hafði á leigu að hluta. Þar byrjaði hann veiðisumarið og flutti sig svo upp á Mýrar. Fleiri svæði leigði hann að hluta m.a. Þverá og Kjarará og segja má að hann hafi lifað draumalífi veiðimannsins. Hvítá við Svarthöfða var fastur viðkomustaður, Grímsá, Langá og einnig Hofsá. Ferðalagið austur tók nokkra daga og gist var í tjöldum við ána. Jóhannes er einn af fjömörgum veiði‑ mönnum sem koma fram í kvikmyndinni Við straumana sem framleidd var á 10 ára afmæli SVFR 1949 og var sýnd í vor á 80 ára afmæli félagsins. Seinni kona Jóhannesar, Brynhildur Sig‑ urðardóttir, var áhugasöm stangveiði‑ kona og slyngur veiðimaður. „Engin veði‑ ferð fannst honum góð nema Brynhildur væri með og til hennar orti hann á gamals aldri kvæðið um konuna við ána, sem hefst svo: „Er fyllt var að barmi mín kvalanna krús, sem kynngin og erillin lána. Þá byggði ég hvíldar og kærleikans hús, á klettunum frammi við ána. Vinirnir farnir og ferillinn minn, farið að styttast í ljána. Eftir er konan með kærleikann sinn, í kofanum frammi við ána.“ Þarna vísar Jóhannes m.a. í veiðihúsið Lund við Hítará en það var byggt eftir æskuheimili hans á Oddeyrinni á Akur‑ eyri. Hann var mikill safnari og átti stærsta og fallegasta flugusafn á landinu og þótt víðar væri leitað, 130 box. „Í Lundi var hann með sérstakt herbergi þar sem flugunum var raðað upp í kassa eftir kassa. Hann átti klassískar enskar veiðiflugur í öllum stærðum, tugi ef ekki hundruð af hverri tegund. Sumar þeirra höfðu verið hnýttar í Lundúnum löngu áður en hann byrjaði sjálfur að veiða.“ „Í Lundi var hann með sérstakt herbergi þar sem flugunum var raðað upp í kassa eftir kassa. Hann átti klassískar enskar veiðiflugur í öllum stærðum, tugi ef ekki hundruð af hverri tegund. Sumar þeirra höfðu verið hnýttar í Lundúnum löngu áður en hann byrjaði sjálfur að veiða.“ Lundur við Hítará. Jóhannes lét reisa veiðihúsið en æskuheimili hans á Akureyri var fyrirmyndin. 92 Jóhannes á Borg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.