Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 103
Matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andr-
ésson, sem rekur veiðihús SVFR, og Hinrik
Örn Lárusson reiða hér fram hátíðarmat-
seðil sem sómir sér vel hvort sem er um
jól eða áramót. Saman reka þeir veitinga-
þjónustuna Lux veitingar og enginn verður
svikinn af því að bera þessa girnilegu rétti
á borð.
Hinrik vann keppnina kokkanemi ársins
2017 og landaði silfri í norrænu nema-
keppninni árið 2018. Hann var jafnframt
aðstoðarmaður Viktors Arnar á Bocuse
D‘or keppninni árið 2017 þar sem þeir
unnu til bronsverðlauna. Hinrik var einnig
í landsliði matreiðslumeistara árið 2018
þar sem liðið vann til gullverðlauna og
nú síðast sigraði Hinrik Evrópukeppnina
í matreiðslu árið 2018.
Viktor Örn er lesendum Veiðimannsins
að góðu kunnur. Hann var t.a.m. kokkur
ársins 2013 og vann Norðurlandameistara-
mót matreiðslumanna árið 2014. Viktor
náði einnig einum besta árangri íslensks
matreiðslumanns þegar hann hlaut brons-
verðlaun í hinni virtu matreiðslukeppni
Bocuse D‘or árið 2017. Viktor var í landsliði
matreiðslumanna 2009-2017 og hneppti
landsliðið til að mynda gull- og silfurverð-
laun á heimsmeistaramóti matreiðslu-
manna í Lúxemborg árið 2014.
Verði ykkur að góðu!
Grafin gæs
& kantarellur
Hráefni
1 stk. gæsabringa , reitt og snyrt.
60 g salt
40 g sykur
3 stk. einiber
4 korn rósapipar
1 búnt timían
1 búnt rósmarín
-------
100 g kantarellur
20 ml vatn
20 g sykur
20 ml edik
4 korn rósapipar
1 búnt timían
Aðferð
1. Salti, sykri, einiberjum, rósapipar,
timían og rósmarín blandað saman
i skál. Gæsabringa sett í fat og velt
upp úr kryddblöndu.
2. Látið gæsabringuna grafast í tvo
sólarhringa og þurrkið í einn sólar-
hring til viðbótar.
3. Sjóðið saman vatn,sykur, edik og
bætið svo rósapipar og timían út í.
4. Skerið kantarellur í litla bita og
hellið edik-legi yfir sveppina og látið
liggja í þrjá sólahringa. Gott að bera
framm með salati, osti & dressingu.
Hátíðarkræsingar
Veiðimannsins
Veiðimenn þurfa sitt kjöt. Það er bara svoleiðis.
Ekki síst eftir stangveiðisumar þar sem aflinn
var í minna lagi og fáir laxar í kistunni að ver-
tíð lokinni. En svona er náttúran. Hún sveiflast
og skap veiðimanna með en með góðum kræs-
ingum má létta lundina.
Fyrri forréttur
102 Veiðimaðurinn 103 Hátíðarkræsingar Veiðimannsins