Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 107
Hráefni
1 kg nautalund snyrt og hreinsuð
4 sneiðar parmaskinka
200 g kjörsveppir
1 hvítlauksgeiri
5 g steinselja
1 tsk. truffluolía
50 g Dijon sinnep
½ plata smjördeig
1 eggjarauða
50 g smjör
200 ml matarolía
Salt
Aðferð
1. Kryddið nautalund með salti
eftir smekk. Hitið pönnu þar til
hún er orðin vel heit.
2. Bætið smá olíu á pönnuna
og steikið nautalundina á öllum
hliðum þangað til hún er komin
með góðan lit.
3. Takið af pönnunni og setjið
til hliðar til að kólna. Penslið
með Dijon sinnepi og truffluolíu.
4. Skerið sveppi, hvítlauk
og steinselju smátt niður.
5. Hitið pönnuna á ný og steikið
sveppi og hvítlauk vel, bætið
svo steinselju og smjöri út á.
6. Setjið smjördeig á smjörpappír og
leggið sneiðar af parmaskinku ofan á.
7. Dreifið næst sveppum jafnt
yfir parmaskinkuna.
8. Leggið nautalundina á miðjuna
á parmaskinkunni.
9. Vefjið hana utan um parma
skinkuna og svo næst utan um
smjördeigið.
10. Skerið í deigið og penslið
með eggjarauðum.
11. Forhitið ofn í 200 gráður, setjið
nautalundina inn í heitan ofninn og
eldið þangað til að kjarnhitinn nær
42 gráðum eða í ca. 20 mínútur.
12. Látið standa á borði í að minnsta
kosti 30 mínútur.
13. Gott er að gefa steikinni smá hita
skot rétt áður en hún er borin fram,
með því að setja hana á ný í ofninn
í þrjár mínútur við 190 gráður.
Aðalréttur
Naut Wellington
Lúxus útgáfan
157,5 x 222,75
Sigurður Héðinn er einn þekktasti
veiði maður lands ins auk þess að
vera heims þekktur fyrir flugur sínar.
Í þessari fræð andi og gull fallegu bók
fá lesendur að kíkja í reynslu banka
Sigurðar, en hér fjallar hann um
nánast allt sem viðkemur lax veið inni.
Þá eru í bók inni flugu upp skriftir – og
að sjálf sögðu fylgja ótal veiði sögur.
JÓLAGJÖF
VEIÐIMANNSINS
„Ég ætla bara að halda því fram að þetta
sé ein besta bók um stangveiði sem
hefur komið út á Íslandi fyrr og síðar.“
– Karl Lúðvíksson, visir.is
106 Hátíðarkræsingar Veiðimannsins