FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 2
ÚTG: FÉLAG LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA ©
Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð
ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til eða í heild,
þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundarrétthafa.
VINNSLA BLAÐSINS
RITNEFND FLE:
Herbert Baldursson, formaður,
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir,
Kjartan Arnfinnsson,
Ingibjörg Ester Ármannsdóttir
Prentun: Litróf
Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir
Janúar 2021, 43. árgangur 1. tölublað
SKRIFSTOFA FLE, HELSTU UPPLÝSINGAR
Skrifstofa FLE, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er opin virka daga kl. 9-15
Sími: 568 8118, Tölvupóstfang: fle@fle.is, Vefsíða FLE: www.fle.is
Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri sigurdur@fle.is
Hrafnhildur Hreinsdóttir, skrifstofustjóri fle@fle.is
FLE blaðið hefur verið fastur þáttur í tilveru endurskoð-
enda í tugi ára. Einu sinni á ári eru skrifaðar greinar um
fagleg málefni sem skipta okkur endurskoðendur máli,
fréttir af innra starfinu og fleira gagnlegt og skemmti-
legt. Blað eins og FLE blaðið var bráðnauðsynlegt
þegar byrjað var að gefa það út og áfram í gegn um
áratugina, því umfjöllun í rituðu máli um okkar mál var
að skornum skammti og það gat verið erfitt að fylgjast
með nýjungum og breytingum.
Síðan kom Internetið og aðgengi að ýmsu efni gjör-
breyttist. Nú er hægt að vafra um netið og sækja sér
ýmsan fróðleik, um fagið okkar og annað, alls staðar
úr heiminum. En efni á íslensku, okkar ylhýra, það er
áfram af skornum skammti, auðvitað má segja, þar
sem málsvæði okkar er svo lítið. En einmitt vegna
þessa þá gegnir okkar ágæta félag og þetta frábæra
blað okkar ótrúlegu hlutverki, með því að gangast fyrir
að skrifaðar eru vandaðar greinar um mikilvægt efni
fyrir okkur endurskoðendur, greinar sem annars væru
ekki skrifaðar á íslensku.
Á FLE vefnum er safnað saman efni, úr FLE blaðinu,
af námskeiðum og af öðrum vettvangi. Efni um fagið
okkar, á íslensku. Hvað sem segja má um hitt tungu-
málið okkar, enskuna, þá er íslenska alltaf best.
Nú má spyrja hvort ekki sé ástæða til hætta að gefa
út blaðið á prenti, er ekki kominn tími á að hafa þetta
aðeins vefútgáfu? Það er ekki ólíklegt að það fari að
líða að því, en ekki alveg strax. Hér kemur til þetta
margfræga kynslóðabil, bil sem þarf að gefa tíma til að
líða hjá, því enn eru margir í okkar stétt sem líður betur
með að höndla pappírinn en lyklaborðið. Enda eðlilegt,
endurskoðendur eru allt frá því að vera á þrítugsaldri
yfir á áttræðisaldurinn. Og hver veit nema að eftir nokk-
ur ár þá gangi prentað mál í endurnýjun lífdaga. Er ekki
komið í tísku að hlusta á tónlist af vínilplötum, eitthvað
sem varð úrelt fyrir 40 árum?
En blað þessa árs er, eins og alltaf, stútfullt af áhuga-
verðu og skemmtilegu efni. Ég hvet alla til að fletta í
gegnum blaðið, hér eiga allir að geta fundið sér eitt-
hvað við sitt hæfi.
Janúar 2021
Herbert Baldursson, Ágústa Katrín Guðmundsdóttir,
Kjartan Arnfinnsson og Ingibjörg Ester Ármannsdóttir
FYLGT ÚR HLAÐI