FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 7
7FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021
á hinum Norðurlöndunum bendir til þess að bæði í Danmörku
og Svíþjóð séu um 30% lögaðila með annað reikningsár en
almanaksárið, auk þess eru vísbendingar um að lögaðilar séu
hlutfallslega færri á hinum Norðurlöndunum.
Mikilvægt er að horfa til framtíðar og velta fyrir sér gildi starfa
okkar og hvaða upplýsingar það eru sem markaðurinn telur
mikilvægar hverju sinni. Ljóst er að markaðsaðilar horfa stöð-
ugt til fleiri þátta en sögulegra fjárhagsupplýsinga. Ekki hefur
farið fram hjá neinum sem lætur sig ársreikninga og fjárhags-
upplýsingar varða sú aukna áhersla sem lögð er á ófjárhagslega
upplýsingagjöf, t.a.m. með auknum kröfum um upplýsingagjöf
í skýrslu stjórnar. Ekki er víst að allir markaðsaðilar geri sér
grein fyrir því að ekki er gerð krafa um endurskoðun eða aðra
staðfestingu á þeim upplýsingum sem þar koma fram.
Fjárfestar eru í vaxandi mæli farnir að setja sér hin ýmsu ófjár-
hagslegu viðmið í fjárfestingastefnu sinni, en enn sem komið
er hefur verið lítið um að þessar upplýsingar séu staðfestar
með formlegum hætti. Áhugaverð þróun er að verða hvað
þennan þátt varðar, þar sem sérstakar staðfestingar endur-
skoðenda á tilteknum ófjárhagslegum upplýsingum sem birtar
eru með ársreikningum fylgja í auknum mæli með ársreikning-
um stærri félaga. Í þeim staðfestingum er almennt stuðst við
staðla sem ætlaðir eru fyrir aðra staðfestingarvinnu svo sem
„ISAE 3000 Assurance engagements other than audits or revi-
ews of historical financial information“.
Endurskoðendur veita hinar ýmsu staðfestingar bæði til hins
opinbera tengt kröfum í lögum um einkahlutafélög og hluta-
félög en einnig margþættar staðfestingar til hinna ýmsu aðila
bæði opinberra og innan almenns viðskiptalífs.
Það er mat undirritaðar að talsvert verk sé óunnið hvað varðar
upplýsingagjöf um staðfestingar endurskoðenda. Kynna þarf
fyrir markaðsaðilum og hinu opinbera, störf og aðferðafræði
endurskoðenda hvað varðar staðfestingu fjárhagslegra og
ófjárhagslegra upplýsinga. Staðfestingar á grundvelli staðals
um aðra staðfestingarvinnu ISAE 3000 og staðals um verkefni
unnin á grundvelli fyrirfram skilgreinda aðgerða ISRS 4400,
eru unnar með formlegum og rekjanlegum hætti með vísan í
staðalinn. Undirrituð telur að það sé tækifæri fyrir stétt endur-
skoðenda að vekja á sér athygli hvað þennan þátt varðar. Það
er jafnframt mikilvægt í þessu samhengi að fylgja því eftir að
aðrar stéttir noti ekki lögvernduð starfsheiti og hugtök, s.s.
endurskoðandi og endurskoðun.
Að lokum langar mig að nefna að í desember bættust sex nýir
aðilar í hóp löggiltra endurskoðenda og vil ég nota tækifærið og
óska þeim innilega til hamingju með árangurinn og bjóða þau
velkomin í félagið.
Þá þakkar undirrituð fyrir hönd stjórnar þeim fjölmörgu félags-
mönnum sem komið hafa að starfsemi FLE á árinu. Félagið á
mikið undir starfi félagsmanna, sem kemur m.a. fram í nefndar-
störfum, vinnuhópum og með fyrirlestrum og fræðslustarfi.
Fyrir hönd stjórnar þakka ég öllum þessum aðilum fyrir fram-
lag sitt á árinu, sömuleiðis eru starfsmönnum félagsins færðar
bestu þakkir yfir samstarfið.
Að lokum vil ég þakka meðstjórnarmönnum fyrir gott og
árangursríkt samstarf á árinu.
Bryndís Björk Guðjónsdóttir
Tekið á móti nýjum félagsmönnum í febrúar 2020.