FLE blaðið - 01.01.2021, Page 23

FLE blaðið - 01.01.2021, Page 23
23FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 talið að við fjárslit vegna síðari skilnaðarins skyldi á grundvelli 111. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 vikið frá helmingaskipta- reglu 103. gr. laganna sbr. 1. mgr. 104. gr. sömu laga, að því er varðaði lán sem Konan hafði tekið í tengslum við hinn fyrri fjárskiptasamning og upplýst var að hún hefði greitt til Manninum vegna kaupa á hlut Mannsins í fasteign þeirra. Á þessum grundvelli var talið að Konan gæti fengið fasteign búsins og bifreið sér útlagða gegn nánar tiltekinni greiðslu. Að kröfu annars hjóna er hægt að halda tilgreindum eignum utan skipta. Oftast er um persónuréttindi að ræða svo sem réttindi í opinberum lífeyris- eða einkalífeyrissjóðum sem og önnur réttindi eða verðmæti sem ekki er hægt að afhenda eða eru svo persónulegs eðlis, svo sem munir sem eru því nauðsynlegir til að halda áfram atvinnu eða menntun sinni. Undanþága fyrir að halda verðmætum utan skipta geta verið munir sem eru svo verðmætir að það verði talið ósanngjarnt gagnvart hinu hjónanna að halda þeim utan skipta. Sama gegn- ir um muni sem hafa minjagildi fyrir annan maka eða fjölskyldu hans. Þá geta fébætur, almannatryggingabætur, vátryggingafé vegna líkams- eða heilsutjóns komið hér til skoðunar. Fjárskipti sambúðarfólks Eins og áður segir gildir helmingaskiptaregla hjúskapalaga ekki um óvígða sambúð. Fer hún eftir almennum reglum fjármuna- réttar og verður mögulega byggt á samkomulagi milli sam- búðarfólksins, en að öðru leyti fer um skiptinguna eftir skrán- ingu og sönnun fyrir því hvernig verðmætin urðu til. Ef annar aðilinn hafði keypt allt innbú og getur sannað það, tekur hann allt með sér. Þá geta annar eða báðir aðilar krafist opinberra skipta sbr. 100. gr. skiptalaga nr. 20/1991, ef sambúð hefur varað í a.m.k. tvö ár eða ef einstaklingarnir eiga barn saman. Í dómi Hæstaréttar Íslands í máli HRD. 487/2005 var tekist á um skipti í óvígðri sambúð. Dómurinn segir: Við opinber skipti til fjárslita milli Mannsins og Konunnar við lok óvígðrar sambúðar deildu aðilar um eignarhlut í fasteign. Við upphaf sambúðarinnar átti Konan fasteign og lagði and- virði hennar til kaupa hinnar umdeildu fasteignar, sem í veð- málabókum var talin eign þeirra Mannsins og Konunnar að jöfnu. Talið var sýnt að Konan hefði lagt meira að mörkum til kaupa fasteignarinnar þannig að ekki yrði í málinu byggt á hinni þinglýstu eignarheimild. Ekki var ágreiningur um fjár- framlag hvors um sig til kaupanna utan það að Maðurinn byggði á því að tiltekið lán sem tekið var til kaupa fasteignar- innar hafi átt að greiðast af honum einum og teljast með framlagi hans. Þessu mótmælti Konan og lagði fram gögn um að þau væru bæði skuldarar að umræddu láni. Gögn málsins þóttu veita nægilega vísbendingu um að það hefði verði ætlun aðila að líta á umrætt lán sem framlag Mannsins og var lagt til grundvallar að svo hefði verið. Var þá meðal annars litið til þess að Maðurinn hafði einn skráð skuldina á skattframtal sitt og virtist hafa greitt afborganir af henni. Þá lá einnig fyrir uppkast að eignaskiptasamningi sem þótti veita vísbendingu í sömu veru þótt ekki yrði byggt á honum að fullu. Var því lagt til grundvallar að Maðurinn væri eigandi 42,4% fasteignarinnar en K 57,6%. Í þessum dómi er það viðurkennt að Maðurinn hafði tekið lán sem hann greiddi einn af og var það því hans framlag til kaupanna. Konan fékk sinn hluta metinn eins og hún lagði fram við upphaf kaupanna. Það skiptir því máli í óvígðri sambúð að halda utan um þau verðmæti sem sett eru til sameiginlegra kaupa á fasteign. Með skuldir þurfa aðilar að vera vakandi, því skuldir sem skráðar eru á hvorn aðilann fyrir sig leiða meiri líkur á að þær muni fylgja viðkomandi við slit óvígðrar sambúðar. AÐ ENDINGU Í grein þessari hefur verið fjallað um skilnað og slit óvígðr- ar sambúðar. Það eru mörg önnur sjónarmið sem koma til skoðunar svo sem ef hjón, eða annar aðili sambandsins, hafa verið með rekstur, saman í félagi, eða á kennitölu annars þeirra. Hvaða eignir eru þá skráðar atvinnurekstrareignir og hvaða eignir eru mögulega eign viðkomandi. Við andlát annars makans eða sambúðaraðila koma upp sjónar- mið um erfðir, en nokkur mismunur er á meðhöndlun dánarbús eftir því hvort um hjón var að ræða eða tvo einstaklinga, eins og aðeins er vikið að hér að framan. Bíður umfjöllun um þessi efni síðari tíma. Pétur Steinn Guðmundsson

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.