FLE blaðið - 01.01.2021, Page 28
28 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021
STAÐGREIÐSLA SKATTS AF ARÐI
TIL LÖGAÐILA INNAN EES
Bjarni Þór Bjarnason, meðeigandi, Skatta- og lögræðiráðgjöf Deloitte
…að þrátt fyrir að skattalög falli utan
gildissviðs EES samningsins ber
aðildarríkjum samningsins engu að
síður að beita skattlagningarvaldi
sínu þannig að það brjóti ekki
í bága við ákvæði samningsins
BREYTING Á LÖGUM NR. 94/1996 UM STAÐGREIÐSLU
SKATTS Á FJÁRMAGNSTEKJUR – ARÐGREIÐSLUR Á MILLI
INNLENDRA AÐILA
Í maí sl. voru tóku gildi breytingar á ákvæði 3. mgr. 4. gr. laga
nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, sbr. lög
nr. 33/2020 um breytingu ýmsum lögum um skatta og gjöld. Í
stuttu máli felur breytingin það í sér að ekki er lengur skylt að
halda eftir staðgreiðslu af arði sem úthlutað er á milli félaga
sem falla undir 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 90/2003 um tekju-
skatt, en undir ákvæðið falla hlutafélög, einkahlutafélög og
samlagshlutafélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar.
Fyrir gildistöku ofangreindra breytingalaga hvíldi sú skylda á
hlutafélögum að halda eftir staðgreiðslu af arði sem úthlutað
var á milli slíkra félaga, enda þótt hann kæmi í raun ekki til
skattlagningar þar sem slíkar arðstekjur eru frádráttarbærar
samkvæmt 9. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003. Þó var sú undan-
tekning gerð að ekki var skylt að halda eftir staðgreiðslu skatts
af arði sem úthlutað var á milli hlutafélaga sem höfðu fengið
heimild til samsköttunar samkvæmt 55. gr. laga nr. 90/2003.
Eins og rakið var í nefndaráliti meiri hluta efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis um frumvarpið sem varð að lögum nr.
33/2020 leiddi þetta fyrirkomulag til óhagræðis fyrir bæði greið-
anda og móttakanda arðs auk þess sem ríkissjóður hefði í raun
ekki tekjur af þeirri staðgreiðslu sem skilað væri af slíkum arð-
greiðslum. Lagði nefndin því til að ofangreind breyting á lögum
um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur yrði gerð þar sem
kveðið yrði á um að afnumin yrði skylda þeirra félaga sem falla
undir 1. tölul. 2. gr. tekjuskattslaga til að halda eftir og skila
staðgreiðslu af arðgreiðslum þeirra á milli.
ÓBREYTT LÖG UM STAÐGREIÐSLUSKYLDU ARÐGREIÐSLNA
TIL ERLENDRA AÐILA INNAN EES
Athygli vekur að í þinglegri meðferð framangreindra breytinga-
laga virðist ekki hafa verið hugað að því hvaða áhrif breytingin
hefði í för með sér fyrir arðgreiðslur til erlendra lögaðila innan
EES.
Samhengisins vegna þykir rétt að nefna að staðgreiðsluskylda
skatts af arðgreiðslum til erlendra aðila byggir ekki á sömu
ákvæðum og rakin hafa verið hér að framan, heldur byggist hún
á lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr.
A-lið 2. gr. laganna, sbr. 7. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003 um
tekjuskatt.
Með lögum nr. 33/2020 voru engar breytingar gerðar á þeim
ákvæðum laganna sem varða arðgreiðslur til erlendra aðila.