FLE blaðið - 01.01.2021, Side 31

FLE blaðið - 01.01.2021, Side 31
31FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 Síðastliðið ár hefur því verið mjög sérstakt fyrir félagið í alla staði og hefur aðal áskorun þess tengst því með hvaða hætti við gætum staðið að ráðstefnu- og námskeiðahaldi. Við vonum því að framboð félagsins hafi aukið fjölbreytileika og möguleika fyrir félagsmenn til að uppfylla þær endurmenntunarkröfur sem gerðar eru og nokkuð ljóst að eitthvað af þessum lausnum munu fylgja okkur inn í COVID-19 lausa framtíð. NEFNDARSTÖRF Í ársskýrslu félagsins er að finna ítarlegt yfirlit yfir störf fastanefnda félagsins sem eru sex talsins, en þær eru: Álits- nefnd, Endurskoðunarnefnd, Gæðanefnd, Menntunarnefnd, Reikningsskilanefnd og Skattanefnd. Það er deginum ljósara að störf þessara nefnda og framlag þeirra einstaklinga sem þar leggja sitt af mörkum er afar mikilvæg fyrir félagið og þeim hér með færðar sérstakar þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári. Álitsnefndinni berast árlega ýmis erindi frá Nefndasviði Alþing- is og jafnframt er fylgst með Samráðsgáttinni þar sem birtast frumvörp í vinnslu og ýmsar reglugerðir án þess að óskað sé sérstaklega eftir formlegri umsögn frá félaginu. Á liðnu ári ber helst að nefna breytingar á lögum um ársreikninga og endur- skoðun sem og ýmsar reglugerðir sem tengjast störfum endur- skoðenda sem voru settar í kjölfar nýrra laga um endurskoð- endur og endurskoðun sem tóku gildi í byrjun árs 2020 eins og öllum er kunnugt. Endurskoðunarnefndin fylgist að venju með því sem er að ger- ast á sviði endurskoðunar og kom meðal annars að skipulagi Endurskoðunardagsins í vor sem svo frestaðist fram á haustið eins og áður er getið. Að undanförnu hefur svo nefndin verið að skoða og hugleiða hinar ýmsu staðfestingar endurskoðenda með námskeið og leiðbeiningar í huga. Jakkafatajóga í fullum gangi á ráðstefnu í september. Hér er spjallað á hádegisfundi í febrúar 2020. Frá Skattadeginum – fylgst með af miklum áhuga.

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.