FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 33

FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 33
33FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 NÝTT HLUTVERK ENDURSKOÐENDARÁÐS RÆTT VIÐ ÁSLAUGU ÁRNADÓTTUR FORMANN ENDURSKOÐENDARÁÐS Ingibjörg Ester Ármannsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG Ágústa Katrín Guðmundsdóttir endurskoðandi hjá AKG endurskoðun ehf. Stór breyting er að nú er gert ráð fyrir að endurskoðunarfyrirtæki verði valin til að sæta gæðaeftirliti, en ekki einstakir endurskoðendur eins og verið hefur Í endurskoðendaráði sitja þrír aðilar. Það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem skipar þrjá einstaklinga í endur- skoðendaráð til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Þeir sem nú sitja í ráðinu voru skipaðir frá og með 1. janúar 2020. Þessir aðilar eru: Áslaug Árnadóttir hefur verið formaður endurskoðendaráðs frá 2013. Hún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með fram- haldsmenntun í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla og hefur málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Áslaug hefur starfað á Alþingi og sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt. Þá var hún skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í viðskipta- ráðuneytinu í nokkur ár, en starfar nú sem lögmaður hjá Landslögum. Hildur Árnadóttir hefur átt sæti í endurskoðendaráði frá 2009. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og fékk réttindi sem löggiltur endurskoðandi 1995 en hefur lagt inn réttindin. Hildur hefur starfað hjá KPMG, var framkvæmdastjóri fjármála hjá Bakkavör Group hf., forstöðumaður fjárstýringar hjá Íslandsbanka en starfar nú sem ráðgjafi og stjórnarmaður. Hildur situr m.a. í stjórn Sjóvá Almennra trygginga hf., Íslandsstofu og Eldey TLH. Jón Arnar Baldurs hefur setið í endurskoðendaráði frá ársbyrj- un 2020. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur réttindi sem löggiltur endurskoðandi. Jón starfaði sem endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers ehf. og var fjár- málastjóri hjá Nýsi hf. Þá var hann yfirmaður eftirlits með beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) hjá ársreikn- ingaskrá, var endurskoðandi hjá Eimskip og starfaði sem verk- efnastjóri hjá Alþjóða reikningsskilaráðinu. Hann starfaði sem kennari við Háskólann í Reykjavík en er nú aðjúnkt við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands auk þess sem hann rekur ráð- gjafafyrirtækið Ró ehf.

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.