FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 34
34 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021
Við spurðum Áslaugu nokkurra spurninga sem brunnu á félags-
mönnum FLE.
Hvers vegna ert þú formaður Endurskoðendaráðs?
Ég var skipaður formaður endurskoðendaráðs sem starfaði á
grundvelli eldri laga um endurskoðendur fyrst 2013 og aftur
2017. Svo var ég skipuð formaður endurskoðendaráðs sem
starfar á grundvelli gildandi laga um endurskoðendur og endur-
skoðun frá 1. janúar 2020. Í öll skiptin hef ég verið skipuð af
ráðherra án tilnefningar.
Sem formaður Endurskoðendaráðs þarft þú að uppfylla
skilyrði um skipan sem héraðsdómari, hvers vegna skipt
ir það máli að löglærður aðili sé í ráðinu með þessar
hæfniskröfur?
Samkvæmt lögum skal formaður endurskoðendaráðs fullnægja
skilyrðum til að vera skipaður í embætti héraðsdómara og
hefur það skilyrði verið í lögunum frá því að endurskoðendaráð
var sett á fót með lögum nr. 18/1997. Ég þekki ekki ástæðuna
fyrir því að þetta hæfnisskilyrði er í lögum um endurskoðendur,
en sama skilyrði er gert til formanna fjölda stjórnsýslunefnda.
Ég tel hins vegar nauðsynlegt að góð þekking á lögum sé innan
endurskoðendaráðs. Ráðið er stjórnsýslunefnd sem tekur
stjórnvaldsákvarðanir og ber að gæta að stjórnsýslulögum og
meginreglum stjórnsýsluréttar við alla málsmeðferð. Þá reynir
mjög oft á túlkun ýmissa laga í störfum ráðsins.
Mikil breyting varð með nýjum lögum um endurskoðend
ur og endurskoðun sem tóku gildi 1. jan. 2020 á fyrir
komulagi eftirlits með endurskoðendum. Hvernig mun sú
breyting verða í framkvæmd?
Miklar breytingar urðu á störfum endurskoðendaráðs með gild-
istöku laga nr. 94/2019. Meðal annars voru gerðar breytingar á
ákvæðum um gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda. Af
nýju lögunum og reglugerð ESB nr. 537/2014 leiðir að ráðið má
ekki lengur útvista framkvæmd gæðaeftirlits með endurskoðun
eininga tengdum almannahagsmunum. Það er því ljóst að FLE
getur ekki lengur framkvæmt gæðaeftirlit með sama hætti og
áður.
Endurskoðendaráð hefur gefið út nýjar reglur um framkvæmd
gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda, nr. 1091/2020.
Í reglunum er kveðið á um að ráðið sjálft, eða starfsmenn á
vegum þess, framkvæmi gæðaeftirlit á endurskoðun eininga
tengdum almannahagsmunum. Varðandi gæðaeftirlit á annarri
endurskoðun þá gera reglurnar ráð fyrir því að ráðið framkvæmi
það eftirlit eða semji við fagfélög endurskoðenda um fram-
kvæmd gæðaef t i r l i ts hjá fé lagsmönnum sínum.
Endurskoðendaráð hefur átt í viðræðum við FLE um þetta, en
enn liggur ekki fyrir hvort að samið verður við félagið vegna
gæðaeftirlits 2021.
Þá er það einnig nýmæli að gátlistar sem birtir voru með fyrri
reglum, eru nú birtir á heimasíðu ráðsins. Er ætlunin að auka
sveigjanleika með þessu og gefa tækifæri á að uppfæra gát-
listana árlega ef ástæða þykir til. Loks hefur gjaldskrá fyrir
gæðaeftirlit verið samþykkt af ráðherra og bíður birtingar í
Stjórnartíðindum.
Stór breyting er að nú er gert ráð fyrir að endurskoðunarfyrir-
tæki verði valin til að sæta gæðaeftirliti, en ekki einstakir endur-
skoðendur eins og verið hefur. Er gert ráð fyrir því að fyrst fari
fram skoðun á gæðakerfum endurskoðunarfyrirtækis og að
ákveðið verði á grundvelli niðurstöðu þeirrar skoðunar hvaða
verkefni koma til skoðunar.
Við lok gæðaeftirlits er svo gert ráð fyrir að haldinn verði fundur
með endurskoðanda eða fyrirsvarsmanni endurskoðunarfyrir-
tækis þar sem farið verður yfir niðurstöður eftirlitsins.
Vegna COVID-19 náðist því miður ekki að framkvæma gæða-
eftirlit á árinu 2020, en gert er ráð fyrir að eftirlit verði fram-
kvæmt á grundvelli nýju reglnanna á árinu 2021.
Telur þú að endurskoðendur geti fylgst með eigin störf
um? (Hagsmunasamtök og eftirlit – fer það saman?)
Það má alltaf deila um það hvort að fagfélög séu rétti aðilinn til
að hafa eftirlit með sínum félagsmönnum. Að mínu mati hefur
framkvæmd FLE á gæðaeftirliti síðustu ár gengið mjög vel og
hefur eftirlitið verið framkvæmt af fagmennsku. Þá er gæða-
eftirlit með endurskoðun eininga sem ekki eru tengdar
almannahagsmunum framkvæmt af fagfélögum bæði í Noregi
og Svíþjóð. Hef ég rætt það fyrirkomulag bæði við sænska og
norska eftirlitsaðila sem telja fyrirkomulagið hafa reynst vel.
Eins og kemur fram í svari þínu hér að framan þá hafa
miklar breytingar orðið á störfum endurskoðendaráðs
með gildistöku laga nr. 94/2019. Hver eru helstu störf
endurskoðendaráðs eftir þessar breytingar fyrir utan
gæðaeftirlit með endurskoðendum ?
Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að
endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í
samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun
nr. 94/2019, siðareglur endurskoðenda og aðrar reglur sem
taka til starfa endurskoðenda.
Áslaugu Árnadóttur
formaður
Endurskoðendaráðs